Þorparar í þykjustuheimi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2012 13:40 Kuðungasafnið ber undirtitilinn 54 ljóð um undarleg pláss. Þar lýsir höfundur í örsögum/prósaljóðum alls kyns skringilegum plássum þar sem hversdagurinn er með töluvert öðrum blæ en í öðrum þorpum á Íslandi. Öll ljóðin hefjast á orðunum Í þorpinu (...) er... nema síðasta ljóðið þar sem sögunni víkur til borgarinnar Víkur sem er raunar í síðustu línu ljóðsins einnig orðin að þorpi. Þorpin eru eins ólík og þau eru mörg. Í þorpinu Klifi ganga allir aftur á bak, í þorpinu Ósi brosa allir út að eyrum, í þorpinu Hruna búa níu ljóðskáld með störu og svo framvegis. Góðlátlegir orðaleikir með vísun í heim bókmennta og orðtaka eru algengir, til dæmis falla allir í þorpinu Vör í stafi, í þorpinu Þröm er ekkert lesefni að hafa og í þorpinu Þúfu sígur allt á ógæfuhliðina, svo nokkur dæmi séu tekin. Ljóðin eru mjög mislöng og hitta misjafnlega vel í mark. Sá kynjaheimur sem skáldið bregður upp örmyndum af á sér mismikla samsvörun/andstæðu í okkar raunverulegu þorpum en þótt fantasían sé allsráðandi má yfirleitt finna brodd sem beint er að ýmsum samfélagsmeinum. Sá broddur er þó varla nógu hvass til að stinga á nokkrum kýlum. Óskar Árni er sjóað ljóðskáld sem þekkir slagkraft orðanna og beitir þeim af list. Góðlátleg kímnin sem undir kraumar gerir lesturinn skemmtilegan en um leið eru ljóðin spéspeglar þar sem alls kyns undarlegheit samfélagsins eru skoðuð eins og til dæmis hinar ýmsu bæjarhátíðir sem haldnar eru í þorpum landsins:Í þorpinu Skálum eru fleiri dónar en í nokkru öðru þorpi á landinu. Á hverju ári eru haldnir þar svokallaðir Dónadagar sem laða til sín ferðamenn alls staðar að... bls. 31. Yfirleitt er töluvert kaos ríkjandi í hinum ímynduðu þorpum en skáldið virðist þó eygja von um betri daga því í eina þorpinu sem kemur fyrir í tveimur ljóðum, þorpinu Gerði, er í fyrra ljóðinu „allt á suðupunkti" og ríkir hálfgert stríðsástand í samskiptum fólks (bls. 32) en í seinna ljóðinu um þorpið Gerði er „allt dottið í dúnalogn" og allir lifa í sátt og samlyndi (bls. 57). Nú er bara að vona að það verði áhrínsorð. Í heild er Kuðungasafnið vel heppnað ljóða/örsögusafn og hugmyndaauðgi skáldsins virðast lítil takmörk sett. Það er vel þess virði að kíkja á safnið og skoða samfélagið og sjálfan sig í spéspeglunum. Niðurstaða: Vel heppnað safn prósaljóða um ólík fantasíuþorp sem sýna lesendum samfélagið í spéspegli. Gagnrýni Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Kuðungasafnið ber undirtitilinn 54 ljóð um undarleg pláss. Þar lýsir höfundur í örsögum/prósaljóðum alls kyns skringilegum plássum þar sem hversdagurinn er með töluvert öðrum blæ en í öðrum þorpum á Íslandi. Öll ljóðin hefjast á orðunum Í þorpinu (...) er... nema síðasta ljóðið þar sem sögunni víkur til borgarinnar Víkur sem er raunar í síðustu línu ljóðsins einnig orðin að þorpi. Þorpin eru eins ólík og þau eru mörg. Í þorpinu Klifi ganga allir aftur á bak, í þorpinu Ósi brosa allir út að eyrum, í þorpinu Hruna búa níu ljóðskáld með störu og svo framvegis. Góðlátlegir orðaleikir með vísun í heim bókmennta og orðtaka eru algengir, til dæmis falla allir í þorpinu Vör í stafi, í þorpinu Þröm er ekkert lesefni að hafa og í þorpinu Þúfu sígur allt á ógæfuhliðina, svo nokkur dæmi séu tekin. Ljóðin eru mjög mislöng og hitta misjafnlega vel í mark. Sá kynjaheimur sem skáldið bregður upp örmyndum af á sér mismikla samsvörun/andstæðu í okkar raunverulegu þorpum en þótt fantasían sé allsráðandi má yfirleitt finna brodd sem beint er að ýmsum samfélagsmeinum. Sá broddur er þó varla nógu hvass til að stinga á nokkrum kýlum. Óskar Árni er sjóað ljóðskáld sem þekkir slagkraft orðanna og beitir þeim af list. Góðlátleg kímnin sem undir kraumar gerir lesturinn skemmtilegan en um leið eru ljóðin spéspeglar þar sem alls kyns undarlegheit samfélagsins eru skoðuð eins og til dæmis hinar ýmsu bæjarhátíðir sem haldnar eru í þorpum landsins:Í þorpinu Skálum eru fleiri dónar en í nokkru öðru þorpi á landinu. Á hverju ári eru haldnir þar svokallaðir Dónadagar sem laða til sín ferðamenn alls staðar að... bls. 31. Yfirleitt er töluvert kaos ríkjandi í hinum ímynduðu þorpum en skáldið virðist þó eygja von um betri daga því í eina þorpinu sem kemur fyrir í tveimur ljóðum, þorpinu Gerði, er í fyrra ljóðinu „allt á suðupunkti" og ríkir hálfgert stríðsástand í samskiptum fólks (bls. 32) en í seinna ljóðinu um þorpið Gerði er „allt dottið í dúnalogn" og allir lifa í sátt og samlyndi (bls. 57). Nú er bara að vona að það verði áhrínsorð. Í heild er Kuðungasafnið vel heppnað ljóða/örsögusafn og hugmyndaauðgi skáldsins virðast lítil takmörk sett. Það er vel þess virði að kíkja á safnið og skoða samfélagið og sjálfan sig í spéspeglunum. Niðurstaða: Vel heppnað safn prósaljóða um ólík fantasíuþorp sem sýna lesendum samfélagið í spéspegli.
Gagnrýni Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira