Bókaþjóð á breytingaskeiði Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2012 11:01 Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi. Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn. Jólafréttir Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Aldrei hafa jafnmargar bækur verið skráðar í Bókatíðindi og í ár, alls um 840 titlar. Aukningin skýrist meðal annars af nýjum formum í útgáfu, svo sem hljóðbókum og rafbókum fremur en fjölgun á stökum titlum. Hátt í sextíu skáldsögur eru frumútgefnar á árinu en innlendar ævisögur hafa ekki verið jafn fáar síðan á 9. áratugnum. Bókatíðindi streyma inn um lúgur landsmanna um þessar mundir með yfirlit um þau verk sem skolar á fjörur okkar í jólabókaflóðinu. Um 840 skráningar eru í Bókatíðindum í ár, sem er met, en Kristján B. Jónasson segir það helst helgast af því að bækur koma nú út á fleiri formum, svo sem hljóðbókum og rafbókum, sem gerir að verkum að ófáir titlar eru skráðir oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. "Bókatíðindi í ár endurspegla að bókaútgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum." segir hann. "Heildarfjöldi titla er svipaður og í fyrra en mörg form þýða að það er metskráning í Bókatíðindi." Alls kemur út 101 íslenskt skáldverk á árinu, 57 í frumútgáfu en 44 í endurútgáfu (inni í þeirri tölu eru ekki ljóð og leikrit sem fá sinn eigin flokk í Bókatíðindum). Í fyrra komu út 93 íslensk skáldverk, þar af 55 í frumútgáfu, en fyrir tveimur árum komu alls út 85 skáldsögur. Langsamlega flestar skáldsögur koma út á vegum Forlagsins, Uppheimar og Bjartur/Veröld blanda sér einnig í þann slag en aðrir varla svo heitið geti. Athygli vekur hversu margir nafntogaðir skáldsagnahöfundar gefa út bók í ár; hátt í tuttugu rithöfundar sem segja má að hafi verið í fararbroddi í íslenskri skáldsagnagerð undanfarin ár og áratugi senda frá sér verk fyrir jólin auk ljóðskálda á borð við Gerði Kristnýju og Sigurð Pálsson, sem bæði senda frá sér ljóðabók. Þetta er hátt hlutfall ekki síst í ljósi þess hversu mörg "stór" nöfn voru á útgáfulistanum í fyrra, á Frankfurtarárinu mikla. Þetta gæti hins vegar gert róðurinn þyngri fyrir minna þekkta höfunda. Annars er lítið sem ekkert um nýliðun í skáldsagnagerð fyrir jólin, að minnsta kosti af hálfu stærri forlaganna. Það helgast hugsanlega af því að færst hefur í aukana gefa út frumraunir höfunda utan vertíðarinnar, til dæmis gáfu Forlagið og Bjartur út þrjár skáldsögur í sumar sem allar voru fyrstu bækur höfunda. Alls koma út 64 íslenskar barnabækur og 133 þýddar sem er með mesta móti. Athygli vekur hversu fáar íslenskar ævisögur og endurminningar koma út fyrir jól í ár. Alls eru 28 rit skráð í flokki ævisagna, þar af eru um tíu íslenskar og kvað þetta vera ein dræmustu ævisagnajól hvað fjölda titla varðar síðan um miðjan 9. áratuginn.
Jólafréttir Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira