Jóhann Berg: Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2012 22:16 Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Anton Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira