Nú er stóra spurningin hvort aðþrengda leikkonan Eva Longoria hafi látið klippa sig eins og söng- og leikkonan Miley Cyrus. Ef meðfylgjandi mynd sem Eva setti á Twitter síðuna sína þar sem hún með knallstutt hár er skoðuð er svolítið eins og hún sé að flippa með hárgreiðslumeistaranum sínum. Á Twitter spyr leikkonan aðdáendur sína hvort þeir séu hrifnir af nýju klippingunni.