Segist vera saklaus dópisti og að fjölmiðlar beri ábyrgð á þungum dómi 26. nóvember 2012 10:21 Frá handtöku Sverris í júní síðastliðnum. Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris. Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn eins og hann er að jafnaði kallaður, sakar fjölmiðla um að hafa haft áhrif á réttarkerfið i Brasilíu, en hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir skömmu vegna innflutnings á 50 þúsund e-pillum til Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir Sveddi að hann sé saklaus maður og að hann muni verða sýknaður innan árs. Hann deilir nú klefa með þrettán föngum í þéttsetnu fangelsi sem heitir Ary-Franco og er í úthverfi Rio de Janeiro. Þar eru aðeins kojur fyrir tólf fanga. Einn þarf því að sofa á gólfinu. Í viðtali við DV segir Sverrir ítrekað að hann sé dópisti og þar af leiðandi hafi hann sýslað töluvert með fíkniefni. Þá segist hann hafa rúmlega tvöfaldað fé sitt hjá íslenskum yfirvöldum sem hann heldur fram að hafi hvítþvegið peninga hans eftir að hann var handtekinn og dæmdur fyrir stóra fíkniefnamálið árið 2000, en Sveddi fékk næst þyngsta dóminn í því máli, sjö og hálfs árs fangelsi. Þannig hafi hann farið til Brasilíu með um 100 milljónir á sínum tíma eftir að hafa greitt skuld sína við ríkið. Það má ráða af viðtalinu að Sverrir sé nokkuð langt leiddur sem fíkill og oft virðist vera sérkennilegt samhengi í því sem hann segir. Hann segist til að mynda hafa fyrir tilviljun hafa hitt konuna sem var með fíkniefnin í tösku sinni á McDonalds í Ipanema síðasta sumar. Sveddi segist hafa fengið númer kærasta konunnar hjá fíkniefnasala í Amsterdam og fyrir tilviljun hafi þau komið til landsins með sama flugi, en hann hugðist kaupa kókaín af kærastanum. Sverrir gaf upp falskt íslenskt nafn við komuna til Rio de Janeiro þegar konan smyglaði fíkniefnunum til landsins. Fram kom á fréttavefnum Correio do Brasil, þegar Sverrir var handtekin í júní síðastliðnum, að hann hefði verið handtekinn á kaffihúsi ásamt brasilíska manninum eftir að e-töflurnar fundust í farangri kærustu þess síðarnefnda. Hún vísaði því lögreglu á Svedda og kærastann Sveddi sakar svo fjölmiðla ítrekað um að hafa draga upp brenglaða mynd af sér, og að „græðgi" fjölmiðla hafi haft þau áhrif á dómskerfið í Brasilíu að hann hafi hlotið 22 ára fangelsisdóm fyrir eitthvað sem hann segist vera saklaus af. Hann segist þó ekki ætla að sækja rétt sinn hér á landi vegna þessara meintu græðgi. Efnin, sem konan smyglaði til landsins, voru sögð um 300 milljóna króna virði í götusölu. Á vef brasilísku ríkislögreglunnar sagði að þetta væri mesta magn verksmiðjuframleiddra fíkniefna sem hefðu fundist á flugvellinum. Hér er meðal annars fjallað um handtöku Sverris.
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Íslendingar erlendis Fíkniefnabrot Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira