Fótbolti

Robinho tryggði AC Milan sigurinn á Juventus

SÁP skrifar
Robinho fagnar hér marki sínu í kvöld.
Robinho fagnar hér marki sínu í kvöld. Mynd. / Getty Images
AC Milan vann stórslaginn á Ítalíu í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum gegn toppliði Juventus 1-0, en leikurinn fór fram á San Siro, heimavelli AC Milan.

Fyrri hálfleikurinn fór ágætlega af stað og voru bæði lið frekar ákveðin í sínum aðgerðum.

Robinho kom AC Milan yfir eftir rúmlega hálftíma leik úr vítaspyrnu. Dómarar leiksins vildu meina að boltinn hefði farið í höndina á varnarmanni Juventus innan vítateigs en svo var í raun ekki, boltinn fór í síðu leikmannsins og því rangur vítaspyrnudómur.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn. Síðari hálfleikurinn var heldur tíðindalítill og hvorugt liðið náði að setja mark sitt almennilega á leikinn. AC Milan féll töluvert til baka og vildi greinilega halda fengnum hlut.

Leiknum lauk því með 1-0 sigri AC Milan í leik sem komst aldrei almennilega a flug. AC Milan er því komið í áttunda sætið með 18 stig, tólf stigum á eftir Juve sem er í efsta sætinu með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×