Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 27-26 | N1 deild karla Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. nóvember 2012 00:01 Mynd/Daníel Haukar mörðu ÍR 27-26 í lokaleik níundu umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en litlu munaði að ÍR jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar léku við hvurn sinn fingur í fyrri hálfleik. Liðið gat skorað að vild og varnarleikurinn var að mestu góður. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik 19-13 og hefði sá munur hæglega getað verið meiri. ÍR-ingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt að minnka muninn í þrjú mörk 19-16. Haukar skoruðu ekki fyrr en á sjöundu mínútu hálfleiksins en þá vöknuðu heimamenn á ný og komust sjö mörkum yfir 24-17 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. ÍR-ingar svörðu með fimm mörkum í röð á sex mínútum og upp hófst æsispennandi endasprettur. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka og kom Haukum í 27-25 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn út víti og Kristófer Fannar sem hafði engan vegin náð sér á strik í leiknum varði tvö skot í síðustu sókn Hauka og ÍR fékk tækifæri til að jafna. Ingimundur Ingimundarson átti síðasta skot leiksins, Aron Rafn varði í slána, boltinn fór þaðan í bakið á Aroni, á marklínuna og út. Þar með var sigur Hauka staðreynd. Haukar eru því á ný komnir með sex stiga forystu í deildinni en ÍR er enn í þriðja sæti, átta stigum á eftir Haukum. Aron: Of margir sem melduðu sig út úr leiknum„Mér fannst við koma ágætlega inn í leikinn þó við höfum verið passívir í vörninni til að byrja með. Við náðum upp að vera ákveðnari í 6-0 vörninni og þá náðum við tökum á henni. Við náðum þá ágætu forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin líka. Við skorum einhver 19 mörk í fyrri hálfleik en mætum gjörsamlega á hælunum inn í seinni hálfleik. Það vantaði allt bit í sóknarleikinn og alla áræðni. „Við áttum í miklum erfiðleikum í sókninni af því að við sóttum ekki almennilega á markið úr kerfunum okkar. Við hleypum þeim inn í leikinn en náum aftur forskoti. Við hleypum þeim aftur inn í leikinn vegna þess að við erum komnir á hælana. Það er oft erfitt að rífa sig upp aftur. „Það voru of margir sem hreinlega melduðu sig út úr leiknum en í fyrri hálfleik virkaði allt mjög vel. Í seinni hálfleik voru þó nokkrir sem stimpluðu sig út og því varð þetta erfiðara en það þurfti en við sýndum mikla sigur hugsun og karakter að klára sigur," sagði Aron. Haukar misstu Elías Má Halldórsson útaf meiddan í annarri sókn Hauka í seinni hálfleik. Aron taldi það ekki hafa orsakað slaka spilamennsku Hauka í seinni hálfleik. „Mér fannst við dottnir niður á hælana fyrir það. Það vantaði allt bit strax í fyrstu sókninni. Árni Steinn átti kafla þar sem hann fann sig illa og var þreyttur og þetta gerði það að verkum að við gátum ekki hvílt hann í sókninni. „Helminginn af leiknum spilum við frábæran handbolta en svo dettum við alveg niður. Okkar vandi er að halda einbeitingunni. Botninn okkar er ekki nógu hátt uppi. við erum ekki nógu góðir til að geta mætt með 80% einbeitingu og unnið örugglega. Við þurfum að vera 100% til að gera þetta almennilega. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Við leikum mjög vel en dettum svo niður sem er algjör óþarfi. Við bjuggum til gott forskot með góðri spilamennsku en menn þurfa að halda áfram að keyra þó þeir séu komnir með gott forskot," sagði Aron að lokum. Bjarki: Fyrri hálfleikur hreinlega stórslys„Þetta er sárgrætilegt. Ég er mjög svekktur yfir að hafa tapað þessum stigum. Mér fannst við verðskulda að minnsta kosti annað stigið. Fyrri hálfleikur var hreinlega stórslys af okkar hálfu,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við töluðum saman í hálfleik að koma með grimmd inn í þetta. Við spiluðum seinni hálfleik á móti Aftureldingu af mikilli grimmd, vörnin kom og markvarsla og það gerðist aftur hér. Markvarslan kom í seinni hálfleik sem betur fer en við þurfum að keyra í 60 mínútur, við getum ekki boðið okkur upp á að vera bara í 30 mínútum. „Það gekk allt upp hjá Haukum í fyrri hálfleik. Við lentum í brotsjó og náðum varla skoti á markið. Þetta var leikur kattarins að músinni. „Það er erfitt að vinna þetta forskot upp. Haukar eru með vel skipulagt lið og þeir spila fanta vörn og treysta á hraðaupphlaup. Við vissum að við þyrftum að fella þá á þeirra eigin bragði. Varnarlega hjá okkur í fyrri hálfleik var ekki boðlegt. Það gekk ekkert upp. Allt sem fór framhjá vörninni fór inn í markið. „Seinni hálfleikurinn lofar mjög góðu. Nú þurfum við bara að taka það góða úr þessum 30 mínútum og taka það inn á móti Akureyri á miðvikudaginn. „Varnarleikurinn var góður og við fundum glufur í sókninni í seinni hálfleik. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Haukum og þeir voru mikið manni færri. Við unnum okkur vel inn í leikinn en vörnin var frábær þessar 30 mínútur. Það er ömurlegt að fara hundsvekktur með tap á bakinu í stað þess að fá eitt stig. „Ég held að það sé eitt af tíu svona skotum sem fer út. Öll hin fara inn,“ sagði Bjarki um síðasta skot leiksins hjá ÍR. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Haukar mörðu ÍR 27-26 í lokaleik níundu umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en litlu munaði að ÍR jafnaði metin í síðustu sókn leiksins. Haukar léku við hvurn sinn fingur í fyrri hálfleik. Liðið gat skorað að vild og varnarleikurinn var að mestu góður. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik 19-13 og hefði sá munur hæglega getað verið meiri. ÍR-ingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótt að minnka muninn í þrjú mörk 19-16. Haukar skoruðu ekki fyrr en á sjöundu mínútu hálfleiksins en þá vöknuðu heimamenn á ný og komust sjö mörkum yfir 24-17 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. ÍR-ingar svörðu með fimm mörkum í röð á sex mínútum og upp hófst æsispennandi endasprettur. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú síðustu mörk Hauka og kom Haukum í 27-25 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn út víti og Kristófer Fannar sem hafði engan vegin náð sér á strik í leiknum varði tvö skot í síðustu sókn Hauka og ÍR fékk tækifæri til að jafna. Ingimundur Ingimundarson átti síðasta skot leiksins, Aron Rafn varði í slána, boltinn fór þaðan í bakið á Aroni, á marklínuna og út. Þar með var sigur Hauka staðreynd. Haukar eru því á ný komnir með sex stiga forystu í deildinni en ÍR er enn í þriðja sæti, átta stigum á eftir Haukum. Aron: Of margir sem melduðu sig út úr leiknum„Mér fannst við koma ágætlega inn í leikinn þó við höfum verið passívir í vörninni til að byrja með. Við náðum upp að vera ákveðnari í 6-0 vörninni og þá náðum við tökum á henni. Við náðum þá ágætu forskoti í fyrri hálfleik," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin líka. Við skorum einhver 19 mörk í fyrri hálfleik en mætum gjörsamlega á hælunum inn í seinni hálfleik. Það vantaði allt bit í sóknarleikinn og alla áræðni. „Við áttum í miklum erfiðleikum í sókninni af því að við sóttum ekki almennilega á markið úr kerfunum okkar. Við hleypum þeim inn í leikinn en náum aftur forskoti. Við hleypum þeim aftur inn í leikinn vegna þess að við erum komnir á hælana. Það er oft erfitt að rífa sig upp aftur. „Það voru of margir sem hreinlega melduðu sig út úr leiknum en í fyrri hálfleik virkaði allt mjög vel. Í seinni hálfleik voru þó nokkrir sem stimpluðu sig út og því varð þetta erfiðara en það þurfti en við sýndum mikla sigur hugsun og karakter að klára sigur," sagði Aron. Haukar misstu Elías Má Halldórsson útaf meiddan í annarri sókn Hauka í seinni hálfleik. Aron taldi það ekki hafa orsakað slaka spilamennsku Hauka í seinni hálfleik. „Mér fannst við dottnir niður á hælana fyrir það. Það vantaði allt bit strax í fyrstu sókninni. Árni Steinn átti kafla þar sem hann fann sig illa og var þreyttur og þetta gerði það að verkum að við gátum ekki hvílt hann í sókninni. „Helminginn af leiknum spilum við frábæran handbolta en svo dettum við alveg niður. Okkar vandi er að halda einbeitingunni. Botninn okkar er ekki nógu hátt uppi. við erum ekki nógu góðir til að geta mætt með 80% einbeitingu og unnið örugglega. Við þurfum að vera 100% til að gera þetta almennilega. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn. Við leikum mjög vel en dettum svo niður sem er algjör óþarfi. Við bjuggum til gott forskot með góðri spilamennsku en menn þurfa að halda áfram að keyra þó þeir séu komnir með gott forskot," sagði Aron að lokum. Bjarki: Fyrri hálfleikur hreinlega stórslys„Þetta er sárgrætilegt. Ég er mjög svekktur yfir að hafa tapað þessum stigum. Mér fannst við verðskulda að minnsta kosti annað stigið. Fyrri hálfleikur var hreinlega stórslys af okkar hálfu,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við töluðum saman í hálfleik að koma með grimmd inn í þetta. Við spiluðum seinni hálfleik á móti Aftureldingu af mikilli grimmd, vörnin kom og markvarsla og það gerðist aftur hér. Markvarslan kom í seinni hálfleik sem betur fer en við þurfum að keyra í 60 mínútur, við getum ekki boðið okkur upp á að vera bara í 30 mínútum. „Það gekk allt upp hjá Haukum í fyrri hálfleik. Við lentum í brotsjó og náðum varla skoti á markið. Þetta var leikur kattarins að músinni. „Það er erfitt að vinna þetta forskot upp. Haukar eru með vel skipulagt lið og þeir spila fanta vörn og treysta á hraðaupphlaup. Við vissum að við þyrftum að fella þá á þeirra eigin bragði. Varnarlega hjá okkur í fyrri hálfleik var ekki boðlegt. Það gekk ekkert upp. Allt sem fór framhjá vörninni fór inn í markið. „Seinni hálfleikurinn lofar mjög góðu. Nú þurfum við bara að taka það góða úr þessum 30 mínútum og taka það inn á móti Akureyri á miðvikudaginn. „Varnarleikurinn var góður og við fundum glufur í sókninni í seinni hálfleik. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Haukum og þeir voru mikið manni færri. Við unnum okkur vel inn í leikinn en vörnin var frábær þessar 30 mínútur. Það er ömurlegt að fara hundsvekktur með tap á bakinu í stað þess að fá eitt stig. „Ég held að það sé eitt af tíu svona skotum sem fer út. Öll hin fara inn,“ sagði Bjarki um síðasta skot leiksins hjá ÍR.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira