Syngjum saman klukkan ellefu 30. nóvember 2012 10:15 Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira