Juan Manuel Marquez vann frekar óvæntan sigur á Manny Pacquiao í nótt. Það sem meira er þá tókst Marquez að rota Pacquiao.
Marquez kláraði bardagann með rosalegu hægri handar höggi í sjöttu lotu. Pacquaio lá hreyfingarlaus eftir í striganum. Steinrotaður. Hann hreyfði sig ekki fyrr en tveim mínútum eftir höggið.
Þetta var fyrsti sigur hins 39 ára gamla Marquez á hinum 33 ára Pacquiao í fjórum bardögum. Manny hafði unnið tvo bardaga og einn hafði endað með jafntefli.
Pacquiao hefur verið ósigrandi undanfarin ár en er að gefa eftir því þetta var annað tap hans í röð. Hann tapaði líka fyrir Timothy Bradley í sumar.
Pacquiao hefur þegar lýst því yfir að hann sé til ía ð berjast við Marquez í fimmta sinn.
Hér að ofan má sjá myndband af rothögginu.
Marquez steinrotaði Pacquiao
Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
