Erlent

Jólatréð skreytt með hjálp stærðfræðinnar

Það getur vafist fyrir mörgum að skreyta jólatréð.
Það getur vafist fyrir mörgum að skreyta jólatréð. MYND/AFP
Það getur vafist fyrir mörgum að skreyta jólatréð. Nú hafa stærðfræðingar við háskólann í Sheffield komið til hjálpar og birt jöfnur sem ákvarða fjölda skreytinga, lengd ljósanna og fleira.

Formúlurnar munu vafalaust koma að góðum notum enda krefst skreytingin bæði fagurfræðilegrar næmni og þolinmæði.

Hér fyrir neðan má sjá jöfnurnar en einnig má nálgast sérstaka reiknivél sem háskólinn í Sheffield birti á dögunum hér.

1. Til að ákvarða fjölda skreytinga á tré skal taka kvaðratrótina af 17, deila með 20 og margfalda með hæð trésins í sentímetrum.

2. Lengd englahárs ætti að vera 13 margfaldað með pi, deilt með 8 og á ný margfaldað með hæð trésins í sentímetrum.

3. Svo eru það jólaljósin. Hæð trésins í sentímetrum margfölduð með pi. Þetta gefur lengd í sentímetrum.

4. Að lokum er það síðan hæð engilsins og það er heldur einföld jafna: Hæð trésins í sentímetrum og deilt með 10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×