Ljóta jólapeysan á marga aðdáendur 6. desember 2012 13:30 Þessi hjón eru aldeilis hugguleg en myndina af þeim má finna í bókinni. Margir fara í jólapeysu á þessum tíma árs og flestir eru sammála um að þær séu ljótar, enda eru það yfirleitt mestu húmoristarnir sem klæðast þeim. Hver man ekki eftir Mark Darcy í jólapeysunni sinni í myndinni Dagbók Bridget Jones? Margir ráku upp hlátur þegar sú sena birtist á hvíta tjaldinu. Nýlega kom út bókin Rock Your Ugly Christmas Sweater í Bandaríkjunum en hún skartar 200 myndum af fólki og gæludýrum í ljótum jólapeysum, vestum, kjólum og hverju öðru því sem fylgir jólum. Höfundarnir, Anne Marie Blackman og Brian Clark Howard, hafa mikinn áhuga á öllu því fyndna sem tilheyrir jólum. Anne Marie hefur haldið úti vefsíðu um þetta áhugamál sem yfir tvær milljónir manna heimsóttu um síðustu jól. Myndirnar í bókinni hafa borist höfundunum alls staðar frá í heiminum. Með hverri mynd hefur verið skrifaður skondinn texti. Fólkið á myndunum fagnar einnig ýmsum öðruvísi hátíðum svo sem hanukkah, kwanzaa og jafnvel festivus sem hingað til hefur einungis verið til í Seinfeld-þáttunum eða þeir halda upp á jólin í júlí. Sumir klæðast fötum skreyttum með jólaljósum eða jólatónlist. Fjölmargir halda sérstakt ljótu jólapeysupartí sem fram fara á börum, veitingahúsum, skrifstofum, kirkjum eða heimilum. Sumir ganga svo langt að verðlauna ljótustu peysuna á slíkum uppákomum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í fagnaðinum og hefur gaman af. Brian segir að margir njóti sín vel í ljótu jólapeysunni sinni og noti hana ár eftir ár í desember. "Þetta fólk er afslappað gagnvart því hvað öðrum finnst. Peysurnar eru bara flottari eftir því sem þær eru ljótari." Þeim sem hafa áhuga á ljótum jólapeysum er bent á að fara inn á vefinn RockYourUglyChristmasSweater.com, þar sem hægt er að skoða myndir. Bókina er hægt að kaupa á Amazon. Bókin um ljótu jólapeysurnar sem kom út í nóvember og hefur vakið mikla athygli.Börnin eru ekki útundan þegar kemur að jólapeysum.Einhverjum finnst þetta flott, flestum samt ekki.Starfsmenn í morgunþættinum Morning Live á sjónvarpsstöðinni CTV í Kanada mættu í þáttinn í ljótu peysunum sínum.Konungur ljótu jólapeysunnar. Mark Darcy (Colin Firth) í hreindýrapeysunni sem vakti gríðarlega athygli í Dagbók Bridget Jones. Jólafréttir Mest lesið Jólainnkaupin öll í Excel Jól Dýrgripir fortíðar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Svið í jólamatinn Jól
Margir fara í jólapeysu á þessum tíma árs og flestir eru sammála um að þær séu ljótar, enda eru það yfirleitt mestu húmoristarnir sem klæðast þeim. Hver man ekki eftir Mark Darcy í jólapeysunni sinni í myndinni Dagbók Bridget Jones? Margir ráku upp hlátur þegar sú sena birtist á hvíta tjaldinu. Nýlega kom út bókin Rock Your Ugly Christmas Sweater í Bandaríkjunum en hún skartar 200 myndum af fólki og gæludýrum í ljótum jólapeysum, vestum, kjólum og hverju öðru því sem fylgir jólum. Höfundarnir, Anne Marie Blackman og Brian Clark Howard, hafa mikinn áhuga á öllu því fyndna sem tilheyrir jólum. Anne Marie hefur haldið úti vefsíðu um þetta áhugamál sem yfir tvær milljónir manna heimsóttu um síðustu jól. Myndirnar í bókinni hafa borist höfundunum alls staðar frá í heiminum. Með hverri mynd hefur verið skrifaður skondinn texti. Fólkið á myndunum fagnar einnig ýmsum öðruvísi hátíðum svo sem hanukkah, kwanzaa og jafnvel festivus sem hingað til hefur einungis verið til í Seinfeld-þáttunum eða þeir halda upp á jólin í júlí. Sumir klæðast fötum skreyttum með jólaljósum eða jólatónlist. Fjölmargir halda sérstakt ljótu jólapeysupartí sem fram fara á börum, veitingahúsum, skrifstofum, kirkjum eða heimilum. Sumir ganga svo langt að verðlauna ljótustu peysuna á slíkum uppákomum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í fagnaðinum og hefur gaman af. Brian segir að margir njóti sín vel í ljótu jólapeysunni sinni og noti hana ár eftir ár í desember. "Þetta fólk er afslappað gagnvart því hvað öðrum finnst. Peysurnar eru bara flottari eftir því sem þær eru ljótari." Þeim sem hafa áhuga á ljótum jólapeysum er bent á að fara inn á vefinn RockYourUglyChristmasSweater.com, þar sem hægt er að skoða myndir. Bókina er hægt að kaupa á Amazon. Bókin um ljótu jólapeysurnar sem kom út í nóvember og hefur vakið mikla athygli.Börnin eru ekki útundan þegar kemur að jólapeysum.Einhverjum finnst þetta flott, flestum samt ekki.Starfsmenn í morgunþættinum Morning Live á sjónvarpsstöðinni CTV í Kanada mættu í þáttinn í ljótu peysunum sínum.Konungur ljótu jólapeysunnar. Mark Darcy (Colin Firth) í hreindýrapeysunni sem vakti gríðarlega athygli í Dagbók Bridget Jones.
Jólafréttir Mest lesið Jólainnkaupin öll í Excel Jól Dýrgripir fortíðar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Svið í jólamatinn Jól