Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - FH 22-24 | Símabikarinn í handbolta Guðmundur Marinó Ingvarsson í Digranesi skrifar 2. desember 2012 17:30 Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir HK í kvöld. Mynd/Daníel FH tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Símabikarsins með því að leggja HK að velli 24-22 í Digranesinu í kvöld. FH var alltaf skrefi á undan í leiknum og var yfir í hálfleik 12-9. Leikurinn var ekki rismikill. Takturinn í honum var hægur og ljóst að liðin lögðu megin áherslu á varnarleikinn. Þrátt fyrir að liðin léki öflugan varnarleik þá fylgdu hraðaupphlaupin ekki enda liðin bæði fljót að skila sér til baka. FH skoraði fyrsta markið en HK komst í 2-1 sem var eina skiptið sem liðið var yfir. FH var lengst af tveim til þrem mörkum yfir en mestu munaði fjórum mörkum á liðunum 21-17 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. HK náði að vinna þriggja marka forystu FH í hálfleik upp á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en FH náði aftur yfirhöndinni fljótt í kjölfarið og því var þetta mjög erfitt fyrir vængbrotið lið HK sem lék án Ólafs Víðis Ólafssonar, Tandra Konráðssonar, Eyþórs Magnússonar, Daníels Bergs Grétarssonar og Vladimir Djuric. Bjarki Már Gunnarsson reyndi að draga vagninn í skyttunni vinstra megin og skoraði fimm góð mörk og var duglegur að reyna. Nafni hans Elísson stóð að vanda fyrir sínu auk þess sem Björn Ingi Friðþjófsson varði vel. FH missti Loga Geirsson útaf meiddan snemma í leiknum. Logi er meiddur á nára og gæti misst af tveimur síðustu leikjum FH í deildinni fyrir jóla- og landsleikjafríið. Sigurður Ágústsson stóð sig mjög vel á línunni hjá FH og Ísak Rafnsson átti mjög góða innkomu í sóknina í fyrri hálfleik og Andri Berg Haraldsson í seinni hálfleik. Daníel Freyr Andrésson var mjög góður í markinu. Það hjálpaði liðunum ekki að keyra upp hraðann í leiknum að þeir áhorfendur sem þó mættu í Digranesið voru mættir til að horfa á leikinn en ekki til að styðja liðin. Langvarandi þögn var á áhorfendapöllunum og mega áhorfendur mæta á leikina með að hugarfari að styðja við sitt lið í stað þess að sitja horfa og bjóða upp á einstaka golfklapp. Einar Andri: FH spilaði heilsteyptan leik„Það er frábært að vera kominn í 8 liða úrslit. FH spilaði flottan og heilsteyptan leik í vörn og sókn. Ég er ánægður með strákana," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „HK er þannig lið að það gefst aldrei upp. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir geta og hvað þeir vilja gera. Þeir spila alltaf frábæra vörn og eru með flotta markmenn. Svo spila þeir agaðan sóknarleik og það skilar þeim mörkum. Þeir leika virkilega flottan handbolta og Kiddi (Kristinn Guðmundsson) er að gera virkilega flotta hluti. Það er mikið um meiðsli hjá þeim og þetta spilaðist nákvæmlega eins og ég bjóst við ef ég á að segja eins og er. „Mér fannst við spila vel. Við lékum aðeins betri varnarleik og aðeins betri sóknarleik í leiknum. Þetta er bara tvö mörk í lokin og viljinn var mikill í mínu liði. Það var liðsheild sem skilaði þessu." FH átti í vandræðum gegn maður á mann vörn gegn Fram á fimmtudaginn en það fór ekkert um Einar Andra þegar HK var farið að sækja FH langt út á völlinn á síðustu mínútunum. „Við fengum gott mark hér í lokin þar sem við gerðum hlutina nákvæmlega eins og við viljum gera þá. Ég óttast ekki maður á mann vörn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Vorum dofnir í fyrri hálfleik„Við settum meiri kraft í þetta er það fór að líða á. Við vorum mjög dofnir í fyrri hálfleik og leikurinn var á mjög lágu plani í fyrri hálfleik. Ég talaði um það í hálfleik að ef við ætluðum að vinna þá yrðum við að hafa trú á því og mér fannst við bæta við í seinni hálfleik en það vantaði aðeins meiri klókindi og aðeins meira af þessu og hinu þá hefði þetta dottið okkar megin en við áttum í vandræðum sóknarlega og náum ekki alveg að koma floti á boltann," sagði Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Við héldum áfram og börðumst og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu dæmt ruðning þarna í restina en vogun vinnur, vogun tapar. Ég vil samt alls ekki kenna dómrunum um tapið, þetta er svona stöngin inn, stöngin út. „Þú verður að selja þig dýrt og við gerðum það en ekki nóg. Við vorum dofnir í fyrri hálfleik og þá skapa þeir þennan þriggja marka mun sem við eyddum orku í að vinna upp og missum þá svo aftur frá okkur. Þá verður þetta alltaf svolítið þungt. Við hefðum getað vel getað skapað okkur fleiri sénsa," sagði Kristinn sem vildi lítið gefa upp hvort einhver að meiddu leikmönnunum gæti verið kominn í keppnisgallan í þeim tveimur umferðum sem eftir eru fyrir jól nema hvað Daníel Berg er á sjónum og mætir ekki aftur til leiks fyrr en á nýju ári. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
FH tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Símabikarsins með því að leggja HK að velli 24-22 í Digranesinu í kvöld. FH var alltaf skrefi á undan í leiknum og var yfir í hálfleik 12-9. Leikurinn var ekki rismikill. Takturinn í honum var hægur og ljóst að liðin lögðu megin áherslu á varnarleikinn. Þrátt fyrir að liðin léki öflugan varnarleik þá fylgdu hraðaupphlaupin ekki enda liðin bæði fljót að skila sér til baka. FH skoraði fyrsta markið en HK komst í 2-1 sem var eina skiptið sem liðið var yfir. FH var lengst af tveim til þrem mörkum yfir en mestu munaði fjórum mörkum á liðunum 21-17 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. HK náði að vinna þriggja marka forystu FH í hálfleik upp á fyrstu mínútum seinni hálfleiks en FH náði aftur yfirhöndinni fljótt í kjölfarið og því var þetta mjög erfitt fyrir vængbrotið lið HK sem lék án Ólafs Víðis Ólafssonar, Tandra Konráðssonar, Eyþórs Magnússonar, Daníels Bergs Grétarssonar og Vladimir Djuric. Bjarki Már Gunnarsson reyndi að draga vagninn í skyttunni vinstra megin og skoraði fimm góð mörk og var duglegur að reyna. Nafni hans Elísson stóð að vanda fyrir sínu auk þess sem Björn Ingi Friðþjófsson varði vel. FH missti Loga Geirsson útaf meiddan snemma í leiknum. Logi er meiddur á nára og gæti misst af tveimur síðustu leikjum FH í deildinni fyrir jóla- og landsleikjafríið. Sigurður Ágústsson stóð sig mjög vel á línunni hjá FH og Ísak Rafnsson átti mjög góða innkomu í sóknina í fyrri hálfleik og Andri Berg Haraldsson í seinni hálfleik. Daníel Freyr Andrésson var mjög góður í markinu. Það hjálpaði liðunum ekki að keyra upp hraðann í leiknum að þeir áhorfendur sem þó mættu í Digranesið voru mættir til að horfa á leikinn en ekki til að styðja liðin. Langvarandi þögn var á áhorfendapöllunum og mega áhorfendur mæta á leikina með að hugarfari að styðja við sitt lið í stað þess að sitja horfa og bjóða upp á einstaka golfklapp. Einar Andri: FH spilaði heilsteyptan leik„Það er frábært að vera kominn í 8 liða úrslit. FH spilaði flottan og heilsteyptan leik í vörn og sókn. Ég er ánægður með strákana," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „HK er þannig lið að það gefst aldrei upp. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir geta og hvað þeir vilja gera. Þeir spila alltaf frábæra vörn og eru með flotta markmenn. Svo spila þeir agaðan sóknarleik og það skilar þeim mörkum. Þeir leika virkilega flottan handbolta og Kiddi (Kristinn Guðmundsson) er að gera virkilega flotta hluti. Það er mikið um meiðsli hjá þeim og þetta spilaðist nákvæmlega eins og ég bjóst við ef ég á að segja eins og er. „Mér fannst við spila vel. Við lékum aðeins betri varnarleik og aðeins betri sóknarleik í leiknum. Þetta er bara tvö mörk í lokin og viljinn var mikill í mínu liði. Það var liðsheild sem skilaði þessu." FH átti í vandræðum gegn maður á mann vörn gegn Fram á fimmtudaginn en það fór ekkert um Einar Andra þegar HK var farið að sækja FH langt út á völlinn á síðustu mínútunum. „Við fengum gott mark hér í lokin þar sem við gerðum hlutina nákvæmlega eins og við viljum gera þá. Ég óttast ekki maður á mann vörn," sagði Einar Andri að lokum. Kristinn: Vorum dofnir í fyrri hálfleik„Við settum meiri kraft í þetta er það fór að líða á. Við vorum mjög dofnir í fyrri hálfleik og leikurinn var á mjög lágu plani í fyrri hálfleik. Ég talaði um það í hálfleik að ef við ætluðum að vinna þá yrðum við að hafa trú á því og mér fannst við bæta við í seinni hálfleik en það vantaði aðeins meiri klókindi og aðeins meira af þessu og hinu þá hefði þetta dottið okkar megin en við áttum í vandræðum sóknarlega og náum ekki alveg að koma floti á boltann," sagði Kristinn Guðmundsson eftir leikinn. „Við héldum áfram og börðumst og það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef þeir hefðu dæmt ruðning þarna í restina en vogun vinnur, vogun tapar. Ég vil samt alls ekki kenna dómrunum um tapið, þetta er svona stöngin inn, stöngin út. „Þú verður að selja þig dýrt og við gerðum það en ekki nóg. Við vorum dofnir í fyrri hálfleik og þá skapa þeir þennan þriggja marka mun sem við eyddum orku í að vinna upp og missum þá svo aftur frá okkur. Þá verður þetta alltaf svolítið þungt. Við hefðum getað vel getað skapað okkur fleiri sénsa," sagði Kristinn sem vildi lítið gefa upp hvort einhver að meiddu leikmönnunum gæti verið kominn í keppnisgallan í þeim tveimur umferðum sem eftir eru fyrir jól nema hvað Daníel Berg er á sjónum og mætir ekki aftur til leiks fyrr en á nýju ári.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira