Liðsmaður Kansas City Chiefs myrti unnustu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2012 10:00 Mynd tekin fyrir utan heimili Belcher í gær. Nordicphotos/Getty Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins. Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins.
Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira