Starbucks kannar Ísland Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2012 19:41 MYND/AFP Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks gæti verið á leiðinni til landsins og hefur þegar stigið fyrstu skrefin til undirbúnings. Í síðustu tíðindum Einkaleyfastofu má sjá að kaffihúsakeðjan Starbucks skráði í byrjun nóvember eitt af vörumerkjum sínum hér á landi. Félagið hefur síðan í desember 2010 skráð 30 vörumerki á Íslandi. Til að mynda vörumerki fyrir drykki og veitingahúsaþjónustu. Um er að ræða einkarétt á notkun vörumerkjanna hér á landi. Fyrirtækið getur átt merkin án þess að nota þau í að minnsta kosti fimm ár. Kostnaður við að skrá vörumerkin hjá Einkaleyfastofu er um milljón. Lögmannsstofan Sigurjónsson og Thor hefur séð um að sækja um leyfin fyrir Starbucks. Þar á bæ fengust þau svör að stofan gæti ekki tjáð sig um málið. Þegar fréttastofa hafði samband við Starbucks í Bandaríkjunum til að kanna hver áform fyrirtækisins eru hér á landi fengust þau svör að það hafi ekkert opinberlega að segja um málið að svo stöddu. Samkvæmt svarinu útilokar kaffirisinn greinilega ekki að hann hyggist hefja starfsemi á Íslandi. Skömmu eftir að Starbucks hóf að skrá vörumerki sín hér á landi eða í febrúar í fyrra greindu norskir fjölmiðlar frá því að kaffihúsakeðjan hyggðist opna útibú þar í landi. Í haust var svo greint frá því að Norðmaðurinn Jens Ulltveit-Moe hefði tryggt sér rétt til að reka Starbucks í Skandinavíu og ætli sér stóra hluti. Starbucks er stærsta kaffihúsakeðjan í heiminum í dag en hún rekur átján þúsund kaffihús og verslanir í 60 löndum. Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks gæti verið á leiðinni til landsins og hefur þegar stigið fyrstu skrefin til undirbúnings. Í síðustu tíðindum Einkaleyfastofu má sjá að kaffihúsakeðjan Starbucks skráði í byrjun nóvember eitt af vörumerkjum sínum hér á landi. Félagið hefur síðan í desember 2010 skráð 30 vörumerki á Íslandi. Til að mynda vörumerki fyrir drykki og veitingahúsaþjónustu. Um er að ræða einkarétt á notkun vörumerkjanna hér á landi. Fyrirtækið getur átt merkin án þess að nota þau í að minnsta kosti fimm ár. Kostnaður við að skrá vörumerkin hjá Einkaleyfastofu er um milljón. Lögmannsstofan Sigurjónsson og Thor hefur séð um að sækja um leyfin fyrir Starbucks. Þar á bæ fengust þau svör að stofan gæti ekki tjáð sig um málið. Þegar fréttastofa hafði samband við Starbucks í Bandaríkjunum til að kanna hver áform fyrirtækisins eru hér á landi fengust þau svör að það hafi ekkert opinberlega að segja um málið að svo stöddu. Samkvæmt svarinu útilokar kaffirisinn greinilega ekki að hann hyggist hefja starfsemi á Íslandi. Skömmu eftir að Starbucks hóf að skrá vörumerki sín hér á landi eða í febrúar í fyrra greindu norskir fjölmiðlar frá því að kaffihúsakeðjan hyggðist opna útibú þar í landi. Í haust var svo greint frá því að Norðmaðurinn Jens Ulltveit-Moe hefði tryggt sér rétt til að reka Starbucks í Skandinavíu og ætli sér stóra hluti. Starbucks er stærsta kaffihúsakeðjan í heiminum í dag en hún rekur átján þúsund kaffihús og verslanir í 60 löndum.
Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira