Kári: Gleðidagur fyrir íslenskt samfélag Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. desember 2012 19:13 Yfirtaka bandarísks lyfjarisa á Íslenskri erfðagreiningu gerir kleift að nýta erfðarannsóknir síðustu sextán ára til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir heilbrigðiskerfi heimsins, segir Kári Stefánsson stofnandi fyrirtækisins. Hann býst við að starfsemin hér á landi eigi eftir að vaxa á næstu árum. Íslensk erfðagreining hefur frá árinu árinu 2009 verið í eigu Saga Investments sem er aftur í eigu tveggja fjárfestingasjóða í Bandaríkjunum. Um síðustu mánaðarmót var fullyrt í Viðskiptablaðinu að sjóðir fyrirtækisins væru að tæmast og að tap þess í fyrra hafi numið um 1700 milljónum. Í samtali við fréttastofu á þeim tíma sagðist Kári vera rólegur yfir taprekstrinum enda væri Íslensk erfðagreining á lygnum sjó. Klukkan eitt í dag var boðað til blaðamannafundar höfuðstöðvum íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Þar var kynnt samkomulag sem felur í sér að bandarískja líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækið Amgen kaupir allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir bandaríkjadala eða um 52 milljarða íslenskra króna. Litlar breytingar verða á starfsemi fyrirtækisins en í dag starfa um 130 manns hjá Íslenskri erfðagreiningu og munu gera það áfram. Amgen er eitt stærsta lyfjafyrirtæki í heimi, með fjórtán þúsund starfsmenn í 43 löndum. Heildartekju þess í fyrra námu tæpum tvöþúsund milljörðum íslenskra króna. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur og ég held að þetta hljóti að vera gleðidagur fyrir þetta samfélag almennt. Vegna þess að hingað hefur núna komið mjög stór erlendur aðili og skilið við töluvert mikið fé til þess að kaupa íslenskt fyrirtæki," segir Kári Stefánsson. Kári segir að um mikla lyftistöng fyrir starfsemi fyrirtækisins sé að ræða því nú sé kominn möguleiki á því að nýta erfðafræðirannsóknir síðustu sextán ára og nýta þær til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir almennt heilbrigðiskerfi. „Í annan stað þýðir þetta líka að það er komið miklu meira jafnvægi. Sem þýðir að það má búast við að ef vel gengur þá á þessi starfsemi eftir að aukast töluvert mikið á næstu árum." „Skipulagslega er þetta mjög mikilvægt fyrir okkur. Þetta mun hafa mikil áhrif á rannsóknir okkar og vöruþróun næsta áratuginn," segir Sean Harper, yfirmaður rannsókna- og þróunar hjá Amgen. „Ég er ekki viss um að það hafi átt sér stað meiri viðskipti með íslenskt fyrirtæki nokkurntímann," segir Kári. „Og ég held að það hljóti að geta talist góðar fréttir inn í íslenskt samfélag. Það bendir til þess að við eigum, ef við sinnum því sem skyldi, að geta búið til mikil verðmæti, bara á hugverkum einum saman. Það er gott að draga fisk úr sjó, við kunnum það, en þetta bendir til þess að við getum lært ýmislegt annað sem megi nota til að byggja undir efnahagslíf á Íslandi." En hvað með framtíð Kára sjálfs? „Ég kem áfram til með að vera sá sem rekur þessa einingu, að minnsta kosti á næstunni," segir Kári að lokum. Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Yfirtaka bandarísks lyfjarisa á Íslenskri erfðagreiningu gerir kleift að nýta erfðarannsóknir síðustu sextán ára til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir heilbrigðiskerfi heimsins, segir Kári Stefánsson stofnandi fyrirtækisins. Hann býst við að starfsemin hér á landi eigi eftir að vaxa á næstu árum. Íslensk erfðagreining hefur frá árinu árinu 2009 verið í eigu Saga Investments sem er aftur í eigu tveggja fjárfestingasjóða í Bandaríkjunum. Um síðustu mánaðarmót var fullyrt í Viðskiptablaðinu að sjóðir fyrirtækisins væru að tæmast og að tap þess í fyrra hafi numið um 1700 milljónum. Í samtali við fréttastofu á þeim tíma sagðist Kári vera rólegur yfir taprekstrinum enda væri Íslensk erfðagreining á lygnum sjó. Klukkan eitt í dag var boðað til blaðamannafundar höfuðstöðvum íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Þar var kynnt samkomulag sem felur í sér að bandarískja líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækið Amgen kaupir allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir bandaríkjadala eða um 52 milljarða íslenskra króna. Litlar breytingar verða á starfsemi fyrirtækisins en í dag starfa um 130 manns hjá Íslenskri erfðagreiningu og munu gera það áfram. Amgen er eitt stærsta lyfjafyrirtæki í heimi, með fjórtán þúsund starfsmenn í 43 löndum. Heildartekju þess í fyrra námu tæpum tvöþúsund milljörðum íslenskra króna. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur og ég held að þetta hljóti að vera gleðidagur fyrir þetta samfélag almennt. Vegna þess að hingað hefur núna komið mjög stór erlendur aðili og skilið við töluvert mikið fé til þess að kaupa íslenskt fyrirtæki," segir Kári Stefánsson. Kári segir að um mikla lyftistöng fyrir starfsemi fyrirtækisins sé að ræða því nú sé kominn möguleiki á því að nýta erfðafræðirannsóknir síðustu sextán ára og nýta þær til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir almennt heilbrigðiskerfi. „Í annan stað þýðir þetta líka að það er komið miklu meira jafnvægi. Sem þýðir að það má búast við að ef vel gengur þá á þessi starfsemi eftir að aukast töluvert mikið á næstu árum." „Skipulagslega er þetta mjög mikilvægt fyrir okkur. Þetta mun hafa mikil áhrif á rannsóknir okkar og vöruþróun næsta áratuginn," segir Sean Harper, yfirmaður rannsókna- og þróunar hjá Amgen. „Ég er ekki viss um að það hafi átt sér stað meiri viðskipti með íslenskt fyrirtæki nokkurntímann," segir Kári. „Og ég held að það hljóti að geta talist góðar fréttir inn í íslenskt samfélag. Það bendir til þess að við eigum, ef við sinnum því sem skyldi, að geta búið til mikil verðmæti, bara á hugverkum einum saman. Það er gott að draga fisk úr sjó, við kunnum það, en þetta bendir til þess að við getum lært ýmislegt annað sem megi nota til að byggja undir efnahagslíf á Íslandi." En hvað með framtíð Kára sjálfs? „Ég kem áfram til með að vera sá sem rekur þessa einingu, að minnsta kosti á næstunni," segir Kári að lokum.
Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira