Stjörnuparið Brad Pitt og Angelina Jolie ætla að hringja inn nýja árið á Turks- og Caicos-eyjum í Karabíska hafinu í glæsihúsi sem er í eign fatahönnuðarins Donnu Karan.
22 af nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum parsins eru með í för og á að blása til heljarinnar teitis á gamlárskvöld.
Brangelina.Glæsihýsinu fylgir einkaströnd, sundlaug og kvikmyndasalur. Því fylgir einnig þrjú hús þar sem fjölskylda Brangelinu getur slakað á.
Donna Karan.Brad og Angelina trúlofuðu sig í apríl en hafa lítið gefið upp um brúðkaupsundirbúninginn.