Hvernig skýrir þú þessa velgengni?
„Bílarnir hafa staðið sig vel og eru með mjög lága bilanatíðni. Ánægja viðskiptavina er mikil og við erum með fastakúnna sem koma aftur og aftur. Möguleikarnir eru auk þess margir og er hægt að velja um beinskipta, sjálfskipta, fjórhjóladrifna og dísilknúna bíla. Þá höfum við lagt mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu á verkstæðinu sem er augljóslega að skila sér."
Hvað Skoda Octavia varðar segir Sigurður mörgum koma á óvart hversu rúmgóður bíllinn er. „Farþega- og farangursrýmið er einstaklega rúmgott sem skýrir eflaust hvers vegna þeir teljast ákjósanlegir fjölskyldubílar. Ekki spillir fyrir hvað bíllinn er eyðslugrannur auk þess sem verðið er sambærilegt við verð annarra stórra fólksbíla. Þá eru allar útfærslur að innan sem utan hugvitsamlegar og virðast Tékkarnir alveg vita hvað þeir eru að gera."
En Skoda hefur ekki alltaf þótt eftirsóknarvert merki. „Það er rétt og fyrir nokkrum áratugum var jafnvel talað um druslur. Það sem færri vita er að Skoda var mjög virtur bílaframleiðandi í byrjun síðustu aldar. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til ársins 1895 þegar tékkarnir Václav Laurin og Václav Klement hófu reiðhjólaframleiðslu. Árið 1899 hófu þeir að framleiða mótorhjól og kom fyrsti Laurin & Klement bíllinn, Voiturette A, á markað árið 1905. Bílarnir voru framleiddir undir merkinu L&K til ársins 1926 þegar þeir fengu nafnið Skoda. Í kringum seinni heimsstyrjöldina fór hins vegar að halla undan fæti og var það ekki fyrr en um það leyti sem múrinn féll að velgengnin hófst á ný."
Eigendur Skoda hafa að sögn Sigurðar sett sér háleit markmið. „Þeir seldu um 875 þúsund bíla í fyrra og var aukningin 15 prósent á milli ára sem er langt umfram væntingar. Markmiðið er að fara í eina og hálfa milljón bíla árið 2018."
Skoda sækir enn í sig veðrið
- Skoda Octavia var mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2011.
- Markaðshlutdeild Skoda- fólksbifreiða á Íslandi var 8,9 prósent árið 2011.
- 464 Skoda-bílar seldust á Íslandi í fyrra.
- Skoda á Íslandi er með hæstu markaðshlutdeild í Vestur-Evrópu.
- Skoda seldi 875 þúsund bíla á heimsvísu í fyrra sem er 15 prósenta aukning frá árinu 2010.
- Skoda setur sér það markmið að selja eina og hálfa milljón bíla árið 2018.