Spennandi, vandaðir fararskjótar 11. janúar 2012 16:00 Það eru alltaf stórtíðindi þegar BMW kynnir til sögunnar nýjan Þrist, enda hefur BMW 3 verið í vörulínu bílaframleiðandans frá því snemma á áttunda áratugnum og jafnan mikill spenningur fyrir nýrri kynslóð hans á markaði," upplýsir Karl S. Óskarsson, sölustjóri BMW og Land Rover hjá Ingvari Helgasyni og B&L. Þar á bæ verður blásið til stórsýningar á nýja Þristinum í marsmánuði (sjá má kynningarmyndband frá BMW í meðfylgjandi myndskeiði), sem og annarri kynslóð af 1-línunni sem fyrst var kynnt til sögunnar 2004. „Í Ás og Þristi leggjum við áherslu á dísilvélar því þótt olía sé nú dýrara eldsneyti en bensín hafa breytingar á vörugjöldum gert dísilvélar að mun fýsilegri kosti. Þá hefur BMW náð ótrúlegum árangri í dísilvélum og eyðslutölur orðnar hlægilega lágar, með allt niður í 4,4 lítra í blönduðum akstri." Karl segist finna greinileg batamerki á sölumarkaði nýrra bifreiða. Hann segir BMW-jepplingana X3 og X5, sem kynntir voru landsmönnum í fyrra, hafa fengið afbragðs viðtökur og nú bindi hann vonir við að fólksbílamarkaður hressist með hækkandi sól, enda sterk undiralda í sölu á vönduðum, nýjum fólksbílum frá mánuði til mánaðar. „Eftir svimandi verðhækkanir á nýjum bílum í kjölfar bankahrunsins 2008 höfum við mætt miklum skilningi bílaframleiðanda okkar ytra og þeir komið til móts við okkur með mun hagstæðara verð sem við skilum að sjálfsögðu beint til kaupenda," upplýsir Karl. Um aðra helgi, laugardaginn 14. janúar, stendur Ingvar Helgason og B&L fyrir stórsýningu á Land Rover Discovery , Land Rover Defender og Range Rover Evoque, sem snobbkryddið Victoria Beckham hannaði innréttinguna í. „Evoque er gríðarfallegur bíll og algjörlega ferskur og framandi í útliti. Hann er hlaðinn íburði og lúxus, með mjúku hanskaleðri í sætum og mælaborði, og LED-lýsingu þar sem velja má bláa, rauða, bleika eða fjólubláa innilýsingu. Evoque er einn örfárra á borði hugmyndabíla heimsins sem orðið hafa að veruleika og er nú kominn á markað," segir Karl um lúxusjeppann Evoque sem vafalaust mun höfða til margra fagurkera. Hann segir að sýndar verði nýju S, SE og HSE-gerðirnar af Land Rover Discovery. „Við höfum við einnig náð afar góðum samningum á jeppum sem njóta æ meiri athygli þeirra sem horfa til þess að kaupa sér dýrari og vandaðri jeppa. Discovery-línan er gríðarlega vel búin og má nefna að S-gerðin, sú ódýrasta, er 210 hestöfl og 6 strokka, með 8 gíra sjálfskiptingu, háu og lágu drifi, loftpúðafjöðrun og á kostaverði miðað við öflugan búnað," upplýsir Karl sem einnig sýnir nýjustu útgáfu Land Rover Defender sem fyrst kom á markað fyrir 64 árum og hefur lítið breyst í tímans rás. „Nú hefur Land Rover tilkynnt að Defender fái nýtt útlit innan tveggja ára, og verður mikil eftirsjá að þessum vinsæla farkosti björgunarsveita og bílaleiga landsins. Þetta er enda einstakur jeppi, byggður á gömlum gildum og afar traustur farkostur, sem skýrir látlausar vinsældir hans meðal íslenskra jeppaeigenda." Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Það eru alltaf stórtíðindi þegar BMW kynnir til sögunnar nýjan Þrist, enda hefur BMW 3 verið í vörulínu bílaframleiðandans frá því snemma á áttunda áratugnum og jafnan mikill spenningur fyrir nýrri kynslóð hans á markaði," upplýsir Karl S. Óskarsson, sölustjóri BMW og Land Rover hjá Ingvari Helgasyni og B&L. Þar á bæ verður blásið til stórsýningar á nýja Þristinum í marsmánuði (sjá má kynningarmyndband frá BMW í meðfylgjandi myndskeiði), sem og annarri kynslóð af 1-línunni sem fyrst var kynnt til sögunnar 2004. „Í Ás og Þristi leggjum við áherslu á dísilvélar því þótt olía sé nú dýrara eldsneyti en bensín hafa breytingar á vörugjöldum gert dísilvélar að mun fýsilegri kosti. Þá hefur BMW náð ótrúlegum árangri í dísilvélum og eyðslutölur orðnar hlægilega lágar, með allt niður í 4,4 lítra í blönduðum akstri." Karl segist finna greinileg batamerki á sölumarkaði nýrra bifreiða. Hann segir BMW-jepplingana X3 og X5, sem kynntir voru landsmönnum í fyrra, hafa fengið afbragðs viðtökur og nú bindi hann vonir við að fólksbílamarkaður hressist með hækkandi sól, enda sterk undiralda í sölu á vönduðum, nýjum fólksbílum frá mánuði til mánaðar. „Eftir svimandi verðhækkanir á nýjum bílum í kjölfar bankahrunsins 2008 höfum við mætt miklum skilningi bílaframleiðanda okkar ytra og þeir komið til móts við okkur með mun hagstæðara verð sem við skilum að sjálfsögðu beint til kaupenda," upplýsir Karl. Um aðra helgi, laugardaginn 14. janúar, stendur Ingvar Helgason og B&L fyrir stórsýningu á Land Rover Discovery , Land Rover Defender og Range Rover Evoque, sem snobbkryddið Victoria Beckham hannaði innréttinguna í. „Evoque er gríðarfallegur bíll og algjörlega ferskur og framandi í útliti. Hann er hlaðinn íburði og lúxus, með mjúku hanskaleðri í sætum og mælaborði, og LED-lýsingu þar sem velja má bláa, rauða, bleika eða fjólubláa innilýsingu. Evoque er einn örfárra á borði hugmyndabíla heimsins sem orðið hafa að veruleika og er nú kominn á markað," segir Karl um lúxusjeppann Evoque sem vafalaust mun höfða til margra fagurkera. Hann segir að sýndar verði nýju S, SE og HSE-gerðirnar af Land Rover Discovery. „Við höfum við einnig náð afar góðum samningum á jeppum sem njóta æ meiri athygli þeirra sem horfa til þess að kaupa sér dýrari og vandaðri jeppa. Discovery-línan er gríðarlega vel búin og má nefna að S-gerðin, sú ódýrasta, er 210 hestöfl og 6 strokka, með 8 gíra sjálfskiptingu, háu og lágu drifi, loftpúðafjöðrun og á kostaverði miðað við öflugan búnað," upplýsir Karl sem einnig sýnir nýjustu útgáfu Land Rover Defender sem fyrst kom á markað fyrir 64 árum og hefur lítið breyst í tímans rás. „Nú hefur Land Rover tilkynnt að Defender fái nýtt útlit innan tveggja ára, og verður mikil eftirsjá að þessum vinsæla farkosti björgunarsveita og bílaleiga landsins. Þetta er enda einstakur jeppi, byggður á gömlum gildum og afar traustur farkostur, sem skýrir látlausar vinsældir hans meðal íslenskra jeppaeigenda."
Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira