Hált í hvoru Bergsteinn Sigurðsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri biðu margir í ofvæni eftir því hvernig hann myndi spjara sig á hinu „pólitíska svelli". Enginn meinti það bókstaflega en sú er engu að síður orðin raunin; hið pólitíska svell er orðið að áþreifanlegum veruleika í Reykjavík, undir brakandi kliði í brotnum mjöðmum og undnum hnjám. Fæstir tóku því líka bókstaflega þegar Jón Gnarr og Besti flokkurinn sögðust ætla að fara ótroðnar slóðir. Sú er engu að síður líka orðin raunin. Slóðir borgarinnar eru ótroðnar. Svona eru stjórnmálin ófyrirsjáanleg. Kannski verður hálkan í lykilhlutverki í næstu kosningabaráttu, með tilheyrandi yfirboðum í kosningaloforðum. Hugsið ykkur slagorðin. „Söltum göturnar, ekki málin!"; „Maldon-salt á göturnar!"; „Hlákan kemur með okkur!"; að ógleymdu sérframboðinu „Sölt framtíð". Ef frá eru talin slysahættan og búrarnir úti á landi sem hringja í útvarpið og segja „þetta er nú bara smá föl hjá ykkur þarna fyrir sunnan," er þvargið um að „kerfið hafi brugðist" sennilega mest þreytandi fylgifiskur ófærðarinnar. Jú, við borgum skatta og útsvar fyrir grunnþjónustu samfélagsins, en útsvarið losar okkur seint undan því að finna fyrir afleiðingum metofankomu, asahláku og frosts, eða öðrum frávikum frá náttúrunnar hendi sem raska daglegu lífi. Í fljótu bragði sé ég þrjá kosti í stöðunni: Látum borgina leigja fjölda stórtækra vinnuvéla sem hreinsa allar götur og stíga borgarinnar á einum til tveimur dögum og hækkum lögbundin gjöld til að koma til móts við kostnaðinn. Ekki? Jæja, tökum pening úr einum þætti grunnþjónustunnar, til dæmis sorphirðunni eða leikskólunum, og notum til að greiða götu okkar í mestu snjóþyngslunum. Ekki heldur? Gott og vel, hvað um þetta: Reddum okkur. Að minnsta kosti rétt á meðan mesta fannfergið gengur yfir. Sýnum fyrirhyggju, varkárni, tillitssemi og samkennd í umsvifum okkar og samneyti við annað fólk næstu daga. Hættum að ætlast til þess að gröfukarl frá borginni bjargi okkur eftir hentugleika. Söndum planið sjálf, skiljum bílinn eftir heima, kaupum mannbrodda, skjótumst út í búð fyrir gömlu hjónin á efri hæðinni. Þorri þjóðar sem hefur setið föst í sömu hjólförunum í þrjú ár situr nú í orðsins fyllstu merkingu fastur í sömu hjólförunum í nokkra daga. Það er kaldhæðnislegt en um leið kannski ágæt áminning um að besta leiðin til að takast á við vandann er að byrja að haga sér eins og fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun
Þegar Jón Gnarr varð borgarstjóri biðu margir í ofvæni eftir því hvernig hann myndi spjara sig á hinu „pólitíska svelli". Enginn meinti það bókstaflega en sú er engu að síður orðin raunin; hið pólitíska svell er orðið að áþreifanlegum veruleika í Reykjavík, undir brakandi kliði í brotnum mjöðmum og undnum hnjám. Fæstir tóku því líka bókstaflega þegar Jón Gnarr og Besti flokkurinn sögðust ætla að fara ótroðnar slóðir. Sú er engu að síður líka orðin raunin. Slóðir borgarinnar eru ótroðnar. Svona eru stjórnmálin ófyrirsjáanleg. Kannski verður hálkan í lykilhlutverki í næstu kosningabaráttu, með tilheyrandi yfirboðum í kosningaloforðum. Hugsið ykkur slagorðin. „Söltum göturnar, ekki málin!"; „Maldon-salt á göturnar!"; „Hlákan kemur með okkur!"; að ógleymdu sérframboðinu „Sölt framtíð". Ef frá eru talin slysahættan og búrarnir úti á landi sem hringja í útvarpið og segja „þetta er nú bara smá föl hjá ykkur þarna fyrir sunnan," er þvargið um að „kerfið hafi brugðist" sennilega mest þreytandi fylgifiskur ófærðarinnar. Jú, við borgum skatta og útsvar fyrir grunnþjónustu samfélagsins, en útsvarið losar okkur seint undan því að finna fyrir afleiðingum metofankomu, asahláku og frosts, eða öðrum frávikum frá náttúrunnar hendi sem raska daglegu lífi. Í fljótu bragði sé ég þrjá kosti í stöðunni: Látum borgina leigja fjölda stórtækra vinnuvéla sem hreinsa allar götur og stíga borgarinnar á einum til tveimur dögum og hækkum lögbundin gjöld til að koma til móts við kostnaðinn. Ekki? Jæja, tökum pening úr einum þætti grunnþjónustunnar, til dæmis sorphirðunni eða leikskólunum, og notum til að greiða götu okkar í mestu snjóþyngslunum. Ekki heldur? Gott og vel, hvað um þetta: Reddum okkur. Að minnsta kosti rétt á meðan mesta fannfergið gengur yfir. Sýnum fyrirhyggju, varkárni, tillitssemi og samkennd í umsvifum okkar og samneyti við annað fólk næstu daga. Hættum að ætlast til þess að gröfukarl frá borginni bjargi okkur eftir hentugleika. Söndum planið sjálf, skiljum bílinn eftir heima, kaupum mannbrodda, skjótumst út í búð fyrir gömlu hjónin á efri hæðinni. Þorri þjóðar sem hefur setið föst í sömu hjólförunum í þrjú ár situr nú í orðsins fyllstu merkingu fastur í sömu hjólförunum í nokkra daga. Það er kaldhæðnislegt en um leið kannski ágæt áminning um að besta leiðin til að takast á við vandann er að byrja að haga sér eins og fólk.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun