Stjörnur skjálfa á beinunum vegna Golden Globe 12. janúar 2012 11:15 Ricky Gervias mun velja skotmörk sín af kostgæfni og reyna koma áhorfendum á Golden Globe í opna skjöldu. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld. Kynnirinn Ricky Gervais hefur lofað því að hann muni ekki draga neitt undan í upphafsatriði afhendingarinnar. Það hefur verið löng hefð fyrir því að kynnar á Golden Globe og Óskarnum renni stuttlega yfir árið með gamansömum hætti. Mörgum hefur verið hált á því svelli, David Letterman þótti til að mynda skjóta langt yfir markið þegar hann kynnti Óskarinn árið 1995 – hann gerði meðal annars grín að nöfnum Opruh Winfrey, Umu Thurman og Keanu Reeves – en miðað við upphafsatriði Ricky Gervais á Golden Globe í fyrra var spé Lettermans sem stormur í vatnsglasi. Gervais fékk yfir sig alls kyns ákúrur eftir að hafa gert grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, Robert Downey Jr. og Tom Cruise, að ekki sé nú minnst á brandarann um Sex & City-leikkonurnar.Veðmálavefurinn telur líklegt að Gervais nýti sér skilnað Russell Brand og Katy Perry í upphafsræðu sinni.Og nú hefur írski veðmálarisinn Paddy Power birt lista yfir þau frægðarmenni sem eru líkleg til að lenda í kjafti og klóm Gervais. Þar efstur á blaði er Russell Brand og fyrrum spúsa hans, Katy Perry. Þau hjónakorn skildu eftir jólahaldið en samband þeirra var fallbyssufóður fyrir slúðurblöðin. Paddy metur möguleika þeirra fimm á móti einum. Meðal annarra sem eiga það á hættu að fá á sig eiturpillur frá breska grínistanum eru Madonna, Tom Cruise og svo auðvitað fyrrum hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore en Paddy Power telur líkurnar einn á móti tíu að þeirra nafn eigi eftir að bera á góma í uppistandi Gervais. Þá eru Justin Bieber og Charlie Sheen langt frá því öruggir því Paddy metur líkur þeirra einn á móti fjórtán að nöfn þeirra verði nefnd í upphafsræðunni.Gervais mun eflaust ræða um Justin Bieber, Charlie Sheen og skilnað Ashton Kucher og Demi Moore.Paddy er síðan auðvitað ekki yfir verðlaunin sjálf hafinn, veðmálavefurinn telur líklegast að svart/hvíta kvikmyndin The Artist muni standa uppi sem sigurvegari og að aðalleikari myndarinnar, Jean Dujardin, verði útnefndur sem besti leikari í söng-og dramaflokki. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld. Kynnirinn Ricky Gervais hefur lofað því að hann muni ekki draga neitt undan í upphafsatriði afhendingarinnar. Það hefur verið löng hefð fyrir því að kynnar á Golden Globe og Óskarnum renni stuttlega yfir árið með gamansömum hætti. Mörgum hefur verið hált á því svelli, David Letterman þótti til að mynda skjóta langt yfir markið þegar hann kynnti Óskarinn árið 1995 – hann gerði meðal annars grín að nöfnum Opruh Winfrey, Umu Thurman og Keanu Reeves – en miðað við upphafsatriði Ricky Gervais á Golden Globe í fyrra var spé Lettermans sem stormur í vatnsglasi. Gervais fékk yfir sig alls kyns ákúrur eftir að hafa gert grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, Robert Downey Jr. og Tom Cruise, að ekki sé nú minnst á brandarann um Sex & City-leikkonurnar.Veðmálavefurinn telur líklegt að Gervais nýti sér skilnað Russell Brand og Katy Perry í upphafsræðu sinni.Og nú hefur írski veðmálarisinn Paddy Power birt lista yfir þau frægðarmenni sem eru líkleg til að lenda í kjafti og klóm Gervais. Þar efstur á blaði er Russell Brand og fyrrum spúsa hans, Katy Perry. Þau hjónakorn skildu eftir jólahaldið en samband þeirra var fallbyssufóður fyrir slúðurblöðin. Paddy metur möguleika þeirra fimm á móti einum. Meðal annarra sem eiga það á hættu að fá á sig eiturpillur frá breska grínistanum eru Madonna, Tom Cruise og svo auðvitað fyrrum hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore en Paddy Power telur líkurnar einn á móti tíu að þeirra nafn eigi eftir að bera á góma í uppistandi Gervais. Þá eru Justin Bieber og Charlie Sheen langt frá því öruggir því Paddy metur líkur þeirra einn á móti fjórtán að nöfn þeirra verði nefnd í upphafsræðunni.Gervais mun eflaust ræða um Justin Bieber, Charlie Sheen og skilnað Ashton Kucher og Demi Moore.Paddy er síðan auðvitað ekki yfir verðlaunin sjálf hafinn, veðmálavefurinn telur líklegast að svart/hvíta kvikmyndin The Artist muni standa uppi sem sigurvegari og að aðalleikari myndarinnar, Jean Dujardin, verði útnefndur sem besti leikari í söng-og dramaflokki. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira