Lokað á nýja reikninga í netbankanum 24. janúar 2012 08:30 heimasíða Íslandsbanka Vegna ákvæða í lögum um peningaþvætti aftengdi Íslandsbanki í janúar 2010 þann möguleika að geta stofnað nýja reikninga í gegnum netbanka. Í tvö ár hefur ekki verið hægt að stofna nýja reikninga í gegnum netbanka Íslandsbanka eins og unnt er hjá hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að í janúar 2010 hafi sá möguleiki að stofna reikninga verið tekinn úr netbankanum. Bankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. Áður gátu viðskiptavinir sem voru með aðgang að netbankanum stofnað nýja reikninga í gegnum netið. Guðný segir að regluvarsla Íslandsbanka hafi talið að lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti væri ekki fullnægt með þáverandi tölvukerfum bankans. „Það þarf að vera á hreinu að netbankinn sé að tala við skilríkjagrunninn," útskýrir Guðný og vísar þar til þess að ganga þurfi með öruggum hætti úr skugga um áreiðanleika viðskiptavinanna. Það sé ekki unnt fyrr en netbankinn sé tengdur við persónuupplýsingar í gagnagrunni bankans. Í Landsbankanum geta viðskiptavinir hins vegar stofnað nýja reikninga í netbankanum. „Menn geta stofnað reikning ef þeir eru fyrir í viðskiptum í bankanum og ef skilríki þeirra hafa verið skönnuð í bankanum og áreiðanleikakönnun hefur verið gerð," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans. Kristján segir Landsbankann vera með gríðarlega mikinn gagnabanka og þess vegna geti hann leyft sér þessa þjónustu. „Við tökum tillit til þessara hertu reglna um peningaþvætti." Haraldur Guðni Eiðsson hjá samskiptasviði Arion banka segir viðskiptavini bankans aðeins geta stofnað tiltekna reikninga í netbankanum, til dæmis sparnaðarreikninga. „Hvað varðar peningaþvættisathugun, þá fara allir nýir viðskiptavinir bankans í gegnum hana þegar þeir stofna til viðskipta hjá bankanum. Einnig hefur umtalsverður hluti annarra viðskiptavina lokið athuguninni og unnið er að því að aðrir ljúki henni sem allra fyrst," segir Haraldur. Guðný segir að unnið hafi verið að því hjá Íslandsbanka að koma á fyrrgreindri þjónustu að nýju. Aðspurð segir hún hins vegar að ekki hafi borist margar athugasemdir frá viðskiptavinum eftir að möguleikinn var tekinn út úr netbankanum. „Menn hafa því frekar sinnt öðrum verkefnum. Það er þó unnið að tæknilegum útfærslum en ekki er hægt að segja til um hvenær því verki lýkur." - gar Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tvö ár hefur ekki verið hægt að stofna nýja reikninga í gegnum netbanka Íslandsbanka eins og unnt er hjá hinum tveimur stóru viðskiptabönkunum. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að í janúar 2010 hafi sá möguleiki að stofna reikninga verið tekinn úr netbankanum. Bankinn hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti. Áður gátu viðskiptavinir sem voru með aðgang að netbankanum stofnað nýja reikninga í gegnum netið. Guðný segir að regluvarsla Íslandsbanka hafi talið að lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti væri ekki fullnægt með þáverandi tölvukerfum bankans. „Það þarf að vera á hreinu að netbankinn sé að tala við skilríkjagrunninn," útskýrir Guðný og vísar þar til þess að ganga þurfi með öruggum hætti úr skugga um áreiðanleika viðskiptavinanna. Það sé ekki unnt fyrr en netbankinn sé tengdur við persónuupplýsingar í gagnagrunni bankans. Í Landsbankanum geta viðskiptavinir hins vegar stofnað nýja reikninga í netbankanum. „Menn geta stofnað reikning ef þeir eru fyrir í viðskiptum í bankanum og ef skilríki þeirra hafa verið skönnuð í bankanum og áreiðanleikakönnun hefur verið gerð," segir Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans. Kristján segir Landsbankann vera með gríðarlega mikinn gagnabanka og þess vegna geti hann leyft sér þessa þjónustu. „Við tökum tillit til þessara hertu reglna um peningaþvætti." Haraldur Guðni Eiðsson hjá samskiptasviði Arion banka segir viðskiptavini bankans aðeins geta stofnað tiltekna reikninga í netbankanum, til dæmis sparnaðarreikninga. „Hvað varðar peningaþvættisathugun, þá fara allir nýir viðskiptavinir bankans í gegnum hana þegar þeir stofna til viðskipta hjá bankanum. Einnig hefur umtalsverður hluti annarra viðskiptavina lokið athuguninni og unnið er að því að aðrir ljúki henni sem allra fyrst," segir Haraldur. Guðný segir að unnið hafi verið að því hjá Íslandsbanka að koma á fyrrgreindri þjónustu að nýju. Aðspurð segir hún hins vegar að ekki hafi borist margar athugasemdir frá viðskiptavinum eftir að möguleikinn var tekinn út úr netbankanum. „Menn hafa því frekar sinnt öðrum verkefnum. Það er þó unnið að tæknilegum útfærslum en ekki er hægt að segja til um hvenær því verki lýkur." - gar
Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira