Allt að 300 herbergja hótel í Öskjuhlíðinni 24. janúar 2012 08:00 Hótel í Öskjuhlíð Önnur af tveimur tillögum um hótel við rætur Öskjuhlíðar gerir ráð fyrir því að allt að þrjú hundruð herbergi verði í byggingunni sem verði að hluta til fimm hæðir og standi framan við Keiluhöllina.Mynd/GP Arkitektar Fyrirspurn um hvort leyft verður að byggja allt að þrjú hundruð herbergja hótel framan við Keiluhöllina í Öskjuhlíð er nú komin til skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að reisa nýbyggingu vestan og framan við Keiluhöllina og eina hæð ofan á núverandi hús. Hótelið verður í tveimur samtengdum nýbyggingum. Á hæðinni ofan á Keiluhöllinni á meðal annars að vera líkamsræktarstöð, baðstofa og önnur afþreyingaraðstaða. Tengja á hótelið og Keiluhöllina með göngum neðanjarðar undir núverandi bílastæðum. Rúnar Fjeldsted, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar, undirstrikar að málið sé á algjöru byrjunarstigi þótt það hafi verið mörg ár í skoðun hjá Keiluhöllinni. „Þetta er komið ákaflega stutt og er núna aðeins sem fyrirspurn í borgarskipulaginu," segir Rúnar og bendir á að frá þeim punkti geti verið langur ferill í kerfinu þar til niðurstaða fæst. „Við erum eiginlega aðeins í könnunarvinnu og ætlum að sjá til hvert hún leiðir. Við erum alls ekki í kapphlaupi við tímann." Í tillögunni er lagt til að höfð verði makaskipti á landi innan lóðamarka Keiluhallarinnar til norðurs, austurs og suðurs og á landi sem Reykjavíkurborg á við Flugvallarveg vestan við Keiluhöllina. Þar er bílaleigan Hertz nú með aðstöðu. „Byggingarmáti hótelsins er hugsaður þannig að húsið á standi á súlum og svífi yfir klettunum einni hæð ofar en þeir, þannig að sjónræn tengsl verði til vesturs frá aðkomu," segir í fyrirspurn Keiluhallarinnar. Í henni eru tvær tillögur að hótelbyggingunni. Annars vegar að fremra húsið verði á fjórum hæðum en það aftara á tveimur hæðum. Hins vegar er gert ráð fyrir fimm hæða húsi fyrir framan og þriggja hæða byggingu til hliðar. Eftir því hvor útfærslan er valin verða herbergin á bilinu tvö til þrjú hundruð. „Það er þessi stærðargráða sem menn segja að sé hagkvæmust í rekstri," segir Rúnar sem spurður um staðsetninguna bendir á að Hótel Loftleiðir er í næsta nágrenni. „Þetta er í jaðrinum á miðbænum og við rætur Öskjuhlíðar," segir hann um kostina við að reka hótel við Flugvallarveg. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fyrirspurn um hvort leyft verður að byggja allt að þrjú hundruð herbergja hótel framan við Keiluhöllina í Öskjuhlíð er nú komin til skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að reisa nýbyggingu vestan og framan við Keiluhöllina og eina hæð ofan á núverandi hús. Hótelið verður í tveimur samtengdum nýbyggingum. Á hæðinni ofan á Keiluhöllinni á meðal annars að vera líkamsræktarstöð, baðstofa og önnur afþreyingaraðstaða. Tengja á hótelið og Keiluhöllina með göngum neðanjarðar undir núverandi bílastæðum. Rúnar Fjeldsted, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar, undirstrikar að málið sé á algjöru byrjunarstigi þótt það hafi verið mörg ár í skoðun hjá Keiluhöllinni. „Þetta er komið ákaflega stutt og er núna aðeins sem fyrirspurn í borgarskipulaginu," segir Rúnar og bendir á að frá þeim punkti geti verið langur ferill í kerfinu þar til niðurstaða fæst. „Við erum eiginlega aðeins í könnunarvinnu og ætlum að sjá til hvert hún leiðir. Við erum alls ekki í kapphlaupi við tímann." Í tillögunni er lagt til að höfð verði makaskipti á landi innan lóðamarka Keiluhallarinnar til norðurs, austurs og suðurs og á landi sem Reykjavíkurborg á við Flugvallarveg vestan við Keiluhöllina. Þar er bílaleigan Hertz nú með aðstöðu. „Byggingarmáti hótelsins er hugsaður þannig að húsið á standi á súlum og svífi yfir klettunum einni hæð ofar en þeir, þannig að sjónræn tengsl verði til vesturs frá aðkomu," segir í fyrirspurn Keiluhallarinnar. Í henni eru tvær tillögur að hótelbyggingunni. Annars vegar að fremra húsið verði á fjórum hæðum en það aftara á tveimur hæðum. Hins vegar er gert ráð fyrir fimm hæða húsi fyrir framan og þriggja hæða byggingu til hliðar. Eftir því hvor útfærslan er valin verða herbergin á bilinu tvö til þrjú hundruð. „Það er þessi stærðargráða sem menn segja að sé hagkvæmust í rekstri," segir Rúnar sem spurður um staðsetninguna bendir á að Hótel Loftleiðir er í næsta nágrenni. „Þetta er í jaðrinum á miðbænum og við rætur Öskjuhlíðar," segir hann um kostina við að reka hótel við Flugvallarveg. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira