Stutt og laggott Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2012 14:00 Bíó. Chronicle. Leikstjórn: Josh Trank. Leikarar: Dane DeHaan, Michael B. Jordan, Alex Russell, Michael Kelly, Ashley Hinshaw, Anna Wood, Joe Vaz. Þrír unglingspiltar rannsaka dularfulla holu í jörðu og komast í snertingu við undarlega veru, mögulega utan úr geimnum, sem veitir þeim yfirnáttúrulega krafta. Þeir geta fært hluti úr stað með hugarorkunni og til að byrja með nýta þeir hæfileika sína í hrekki og sprell. En fljótlega verður máttur þeirra það öflugur að þeim hættir að lítast á blikuna. Chronicle er gerð í svokölluðum „found footage"-stíl, en kvikmyndagerð af því tagi hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Til glöggvunar nefni ég kvikmyndirnar The Blair Witch Project og Paranormal Activity sem dæmi um myndir sem notast við þessa vandmeðförnu aðferð, en hvorugri tókst að verða annað en eftirvæntingarbóla sem sprakk fljótt. Hér er hins vegar vandað til verka og skilar það sér í miklu betri mynd. Stígandinn er hægur og atburðarásin skemmtileg. Hasarinn byrjar seint en myndin kemst upp með það vegna þess að það er svo gaman að fylgjast með drengjunum uppgötva nýja vinkla á hæfileikum sínum. Þeir eru ágætlega leiknir og þá helst aðalpersónan, Andrew, en hann er sá sem sér um myndatökuna að mestu. Pabbi hans er drykkfelld steríótýpa sem beitir son sinn bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi, en nærvera hans er óhugguleg og uppgjör milli feðganna virðist óumflýjanlegt. Þessi rétt rúmlega 80 mínútna mynd nær að gera heilmikið á stuttum tíma. Klippingin er til fyrirmyndar og mögulegur langdreginn óþarfi hefur allur endað í ruslinu. Brellurnar eru ágætar en fyrst og fremst er það þétt og fjörugt handrit sem gerir Chronicle að því sem hún er. Niðurstaða: Fínasta skemmtun en við sjóndeildarhringinn sé ég flóðbylgju af ömurlegum framhaldsmyndum. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. Chronicle. Leikstjórn: Josh Trank. Leikarar: Dane DeHaan, Michael B. Jordan, Alex Russell, Michael Kelly, Ashley Hinshaw, Anna Wood, Joe Vaz. Þrír unglingspiltar rannsaka dularfulla holu í jörðu og komast í snertingu við undarlega veru, mögulega utan úr geimnum, sem veitir þeim yfirnáttúrulega krafta. Þeir geta fært hluti úr stað með hugarorkunni og til að byrja með nýta þeir hæfileika sína í hrekki og sprell. En fljótlega verður máttur þeirra það öflugur að þeim hættir að lítast á blikuna. Chronicle er gerð í svokölluðum „found footage"-stíl, en kvikmyndagerð af því tagi hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Til glöggvunar nefni ég kvikmyndirnar The Blair Witch Project og Paranormal Activity sem dæmi um myndir sem notast við þessa vandmeðförnu aðferð, en hvorugri tókst að verða annað en eftirvæntingarbóla sem sprakk fljótt. Hér er hins vegar vandað til verka og skilar það sér í miklu betri mynd. Stígandinn er hægur og atburðarásin skemmtileg. Hasarinn byrjar seint en myndin kemst upp með það vegna þess að það er svo gaman að fylgjast með drengjunum uppgötva nýja vinkla á hæfileikum sínum. Þeir eru ágætlega leiknir og þá helst aðalpersónan, Andrew, en hann er sá sem sér um myndatökuna að mestu. Pabbi hans er drykkfelld steríótýpa sem beitir son sinn bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi, en nærvera hans er óhugguleg og uppgjör milli feðganna virðist óumflýjanlegt. Þessi rétt rúmlega 80 mínútna mynd nær að gera heilmikið á stuttum tíma. Klippingin er til fyrirmyndar og mögulegur langdreginn óþarfi hefur allur endað í ruslinu. Brellurnar eru ágætar en fyrst og fremst er það þétt og fjörugt handrit sem gerir Chronicle að því sem hún er. Niðurstaða: Fínasta skemmtun en við sjóndeildarhringinn sé ég flóðbylgju af ömurlegum framhaldsmyndum.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira