Arðurinn – 44:2 fyrir LÍÚ Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Hagstofa Íslands birti fyrir nokkrum dögum nákvæm gögn um afkomu sjávarútvegsins árið 2010. Fiskveiðiarðurinn varð það ár hvorki meira né minna en 44 milljarðar króna eða 20% af tekjunum. Fiskveiðiarðurinn er hagnaðurinn sem eftir stendur þegar búið er að draga frá tekjum í veiðum og vinnslu allan kostnað og 6% árgreiðsluvexti sem kemur í stað afskrifta og fjármagnskostnaðar. Að mati Hagstofunnar er þetta besti mælikvarðinn á afkomu greinarinnar og hafa opinberar stofnanir lengi gert svona upp. Arðinum var árið 2010 þannig skipt á milli þjóðarinnar, eigandans og handhafa kvótans að kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald. LÍÚ vann togstreituna um skiptingu arðsins 44:2. Þó bætti ríkið hlut sinn frá fyrra árinu. Árið 2009 fóru leikar þannig að gjafagróði LÍÚ varð 45 milljarðar króna en ríkið fékk 1 milljarð króna, 45:1. Fiskveiðiarðurinn verður til vegna dugnaðar og útsjónarsemi sumra útgerðarmanna sem greiða öðrum útgerðarmönnum háar fjárhæðir fyrir að fá að veiða fiskinn. Þessar greiðslur endurspegla fiskveiðiarðinn. Þegar veiðarnar eru arðbærar þá er verðið hátt. Sem dæmi þá eru greiddar meira en 200 kr. fyrir veiðiréttinn á 1 kg af ýsu og 330 kr. fyrir 1 kg af þorski. Að teknu tilliti til mögulegra ívilnana í kerfinu má segja að um 60% af fiskverðinu miðað við fiskmarkaðsverð fari til greiðslu á veiðiréttinum þegar um leigu er að ræða. Hlutfallið kann að vera lægra þegar rétturinn er keyptur til langs tíma, en það er samt ekki frábrugðið í grundvallaratriðum. Íslenskir bankamenn hafa reiknað þetta verð út. Afkoma þeirra sem veiða sinn eigin kvóta er að sjálfsögðu gríðarlega góð. Samkeppni og jafnræði í sjávarútvegi er ráðið til þess að skipta arðinum á sanngjarnan hátt. Landsmenn hafa til þessa borið byrðarnar af hruninu með hækkandi sköttum og skuldum og hlíft LÍÚ. Kerfisbreyting og jafnræði í úthlutun kvóta er forsenda þess að nota megi fiskveiðiarðinn til þess að bæta stöðu almennings. Tími gjafagróðans er liðinn. Það getur enginn lengur skorist úr leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands birti fyrir nokkrum dögum nákvæm gögn um afkomu sjávarútvegsins árið 2010. Fiskveiðiarðurinn varð það ár hvorki meira né minna en 44 milljarðar króna eða 20% af tekjunum. Fiskveiðiarðurinn er hagnaðurinn sem eftir stendur þegar búið er að draga frá tekjum í veiðum og vinnslu allan kostnað og 6% árgreiðsluvexti sem kemur í stað afskrifta og fjármagnskostnaðar. Að mati Hagstofunnar er þetta besti mælikvarðinn á afkomu greinarinnar og hafa opinberar stofnanir lengi gert svona upp. Arðinum var árið 2010 þannig skipt á milli þjóðarinnar, eigandans og handhafa kvótans að kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald. LÍÚ vann togstreituna um skiptingu arðsins 44:2. Þó bætti ríkið hlut sinn frá fyrra árinu. Árið 2009 fóru leikar þannig að gjafagróði LÍÚ varð 45 milljarðar króna en ríkið fékk 1 milljarð króna, 45:1. Fiskveiðiarðurinn verður til vegna dugnaðar og útsjónarsemi sumra útgerðarmanna sem greiða öðrum útgerðarmönnum háar fjárhæðir fyrir að fá að veiða fiskinn. Þessar greiðslur endurspegla fiskveiðiarðinn. Þegar veiðarnar eru arðbærar þá er verðið hátt. Sem dæmi þá eru greiddar meira en 200 kr. fyrir veiðiréttinn á 1 kg af ýsu og 330 kr. fyrir 1 kg af þorski. Að teknu tilliti til mögulegra ívilnana í kerfinu má segja að um 60% af fiskverðinu miðað við fiskmarkaðsverð fari til greiðslu á veiðiréttinum þegar um leigu er að ræða. Hlutfallið kann að vera lægra þegar rétturinn er keyptur til langs tíma, en það er samt ekki frábrugðið í grundvallaratriðum. Íslenskir bankamenn hafa reiknað þetta verð út. Afkoma þeirra sem veiða sinn eigin kvóta er að sjálfsögðu gríðarlega góð. Samkeppni og jafnræði í sjávarútvegi er ráðið til þess að skipta arðinum á sanngjarnan hátt. Landsmenn hafa til þessa borið byrðarnar af hruninu með hækkandi sköttum og skuldum og hlíft LÍÚ. Kerfisbreyting og jafnræði í úthlutun kvóta er forsenda þess að nota megi fiskveiðiarðinn til þess að bæta stöðu almennings. Tími gjafagróðans er liðinn. Það getur enginn lengur skorist úr leik.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar