Arðurinn – 44:2 fyrir LÍÚ Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Hagstofa Íslands birti fyrir nokkrum dögum nákvæm gögn um afkomu sjávarútvegsins árið 2010. Fiskveiðiarðurinn varð það ár hvorki meira né minna en 44 milljarðar króna eða 20% af tekjunum. Fiskveiðiarðurinn er hagnaðurinn sem eftir stendur þegar búið er að draga frá tekjum í veiðum og vinnslu allan kostnað og 6% árgreiðsluvexti sem kemur í stað afskrifta og fjármagnskostnaðar. Að mati Hagstofunnar er þetta besti mælikvarðinn á afkomu greinarinnar og hafa opinberar stofnanir lengi gert svona upp. Arðinum var árið 2010 þannig skipt á milli þjóðarinnar, eigandans og handhafa kvótans að kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald. LÍÚ vann togstreituna um skiptingu arðsins 44:2. Þó bætti ríkið hlut sinn frá fyrra árinu. Árið 2009 fóru leikar þannig að gjafagróði LÍÚ varð 45 milljarðar króna en ríkið fékk 1 milljarð króna, 45:1. Fiskveiðiarðurinn verður til vegna dugnaðar og útsjónarsemi sumra útgerðarmanna sem greiða öðrum útgerðarmönnum háar fjárhæðir fyrir að fá að veiða fiskinn. Þessar greiðslur endurspegla fiskveiðiarðinn. Þegar veiðarnar eru arðbærar þá er verðið hátt. Sem dæmi þá eru greiddar meira en 200 kr. fyrir veiðiréttinn á 1 kg af ýsu og 330 kr. fyrir 1 kg af þorski. Að teknu tilliti til mögulegra ívilnana í kerfinu má segja að um 60% af fiskverðinu miðað við fiskmarkaðsverð fari til greiðslu á veiðiréttinum þegar um leigu er að ræða. Hlutfallið kann að vera lægra þegar rétturinn er keyptur til langs tíma, en það er samt ekki frábrugðið í grundvallaratriðum. Íslenskir bankamenn hafa reiknað þetta verð út. Afkoma þeirra sem veiða sinn eigin kvóta er að sjálfsögðu gríðarlega góð. Samkeppni og jafnræði í sjávarútvegi er ráðið til þess að skipta arðinum á sanngjarnan hátt. Landsmenn hafa til þessa borið byrðarnar af hruninu með hækkandi sköttum og skuldum og hlíft LÍÚ. Kerfisbreyting og jafnræði í úthlutun kvóta er forsenda þess að nota megi fiskveiðiarðinn til þess að bæta stöðu almennings. Tími gjafagróðans er liðinn. Það getur enginn lengur skorist úr leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands birti fyrir nokkrum dögum nákvæm gögn um afkomu sjávarútvegsins árið 2010. Fiskveiðiarðurinn varð það ár hvorki meira né minna en 44 milljarðar króna eða 20% af tekjunum. Fiskveiðiarðurinn er hagnaðurinn sem eftir stendur þegar búið er að draga frá tekjum í veiðum og vinnslu allan kostnað og 6% árgreiðsluvexti sem kemur í stað afskrifta og fjármagnskostnaðar. Að mati Hagstofunnar er þetta besti mælikvarðinn á afkomu greinarinnar og hafa opinberar stofnanir lengi gert svona upp. Arðinum var árið 2010 þannig skipt á milli þjóðarinnar, eigandans og handhafa kvótans að kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald. LÍÚ vann togstreituna um skiptingu arðsins 44:2. Þó bætti ríkið hlut sinn frá fyrra árinu. Árið 2009 fóru leikar þannig að gjafagróði LÍÚ varð 45 milljarðar króna en ríkið fékk 1 milljarð króna, 45:1. Fiskveiðiarðurinn verður til vegna dugnaðar og útsjónarsemi sumra útgerðarmanna sem greiða öðrum útgerðarmönnum háar fjárhæðir fyrir að fá að veiða fiskinn. Þessar greiðslur endurspegla fiskveiðiarðinn. Þegar veiðarnar eru arðbærar þá er verðið hátt. Sem dæmi þá eru greiddar meira en 200 kr. fyrir veiðiréttinn á 1 kg af ýsu og 330 kr. fyrir 1 kg af þorski. Að teknu tilliti til mögulegra ívilnana í kerfinu má segja að um 60% af fiskverðinu miðað við fiskmarkaðsverð fari til greiðslu á veiðiréttinum þegar um leigu er að ræða. Hlutfallið kann að vera lægra þegar rétturinn er keyptur til langs tíma, en það er samt ekki frábrugðið í grundvallaratriðum. Íslenskir bankamenn hafa reiknað þetta verð út. Afkoma þeirra sem veiða sinn eigin kvóta er að sjálfsögðu gríðarlega góð. Samkeppni og jafnræði í sjávarútvegi er ráðið til þess að skipta arðinum á sanngjarnan hátt. Landsmenn hafa til þessa borið byrðarnar af hruninu með hækkandi sköttum og skuldum og hlíft LÍÚ. Kerfisbreyting og jafnræði í úthlutun kvóta er forsenda þess að nota megi fiskveiðiarðinn til þess að bæta stöðu almennings. Tími gjafagróðans er liðinn. Það getur enginn lengur skorist úr leik.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar