Kolfinna lokaði sýningu Marc Jacobs í New York 16. febrúar 2012 07:00 Kolfinna Kristófersdóttir leit vel út á tískupallinum hjá undirlínunni Marc by Marc Jacobs en fyrirsætunni var sýnt það traust að loka sýningunni með því að ganga síðust fram á tískupallinn en það þykir mikill heiður. Nordicphotos/afp Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna. Kolfinna þrammaði tískupallana fyrir báðar fatalínur hans, Marc by Marc Jacobs og Marc Jacobs. Hún fékk að loka fyrrnefndu sýningunni en það þykir mikill heiður fyrir fyrirsætur að ganga fyrst eða síðust út á pallinn. Tískuvikan er í fullum gangi í New York en aðalfatalína Marc Jacobs hefur hlotið misjafnar viðtökur. Það er óhætt að segja að hann hafi farið ótroðnar slóðir þegar kemur að hausttískunni í ár. Sjálfur segist hönnuðurinn hafa orðið fyrir áhrifum kvenna á borð við Önnu Piaggi og Lynn Yaeger sem báðar eru djarfar í fatavali. Vogue lofsamar línuna sem einkennist af síðum frökkum og skóm með stórum sylgjum, en tískubloggarar eru ekki eins hrifnir. - áp Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna. Kolfinna þrammaði tískupallana fyrir báðar fatalínur hans, Marc by Marc Jacobs og Marc Jacobs. Hún fékk að loka fyrrnefndu sýningunni en það þykir mikill heiður fyrir fyrirsætur að ganga fyrst eða síðust út á pallinn. Tískuvikan er í fullum gangi í New York en aðalfatalína Marc Jacobs hefur hlotið misjafnar viðtökur. Það er óhætt að segja að hann hafi farið ótroðnar slóðir þegar kemur að hausttískunni í ár. Sjálfur segist hönnuðurinn hafa orðið fyrir áhrifum kvenna á borð við Önnu Piaggi og Lynn Yaeger sem báðar eru djarfar í fatavali. Vogue lofsamar línuna sem einkennist af síðum frökkum og skóm með stórum sylgjum, en tískubloggarar eru ekki eins hrifnir. - áp
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira