Léttara líf er betra 21. febrúar 2012 11:00 Bára Magnúsdóttir er eigandi Dansræktar JSB í Lágmúla. mynd/gva "Stundum er sagt að feitlagið fólk sé glaða fólkið í samfélaginu, en það er sjaldnast raunin. Það er enginn hamingjusamur þegar aukafitan er orðin svo mikil að dagurinn verður beinlínis vondur; það er vont að reima á sig skóna, fötin passa ekki lengur, allt við líkamann er orðið út fyrir eðlilega ramma og löngunin til að hlaupa á Esju er víðs fjarri á sunnudagsmorgnum. Þá og í slíku ástandi er manneskjan einfaldlega ekki lengur hún sjálf," segir Bára Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Dansræktar JSB, spurð um lífsgæði þess að vera í hvaða holdum sem einstaklingurinn sjálfur kýs. Hún segir engum hollt að vera í yfirþyngd. „Það slítur líkamanum fyrr og fer mun verr með hann en þær aðgerðir sem þarf til að fá sjálfan sig til baka. Við þurfum alltaf að horfa á ofþyngd út frá heilbrigðissjónarmiði, því okkur er öllum jafn eiginlegt og áætlað að vera í réttu holdafari," útskýrir Bára og leggur til þá þumalputtareglu að draga metra frá hæð einstaklingsins. „Sé kona 170 sentimetra há er þægilegt fyrir hana að vera undir 70 kílóum. Kjörþyngd er hins vegar rangnefni og næsti bær við vandamál, því með henni er búið að reikna út hvað líkaminn þolir að verða horaður. Á hinn bóginn, ef vigtin sýnir meira en 70 kíló hjá 170 sentimetra hárri konu er sú sama komin í vond mál og ekki lengur í ástættanlegri þyngd heldur orðin of þung og þarf að grípa í taumana til að léttast." Bára stofnaði Jassballettskóla Báru í mars 1967 og ætlar að halda upp á 45 ára afmæli hans með hækkandi sól. "Vinsælasta námskeið JSB í áraraðir hefur verið lífsstílsnámskeiðið Frá toppi til táar, eða TT. Þar læra konur að láta lífsmunstrið passa við útlit sitt svo þær geti áfram farið út að borða og á kaffihús í súkkulaðiköku um leið og þær eru í toppformi og líta óaðfinnanlega út, en fyrst þarf að ná öllum aukakílóunum burt," útskýrir Bára sem hefur hjálpað hundruðum kvenna til að breyta um lífsstíl á TT-námskeiðunum. „Það ráða fáir við lífsstílsbreytingu án leiðsagnar eða hjálpar. Árangur á TT er mikill og varanlegur, en á einum vetri hafa konur náð að losa sig við allt að þrjátíu kíló. Vigtin fer strax niður á við fyrstu vikuna, en ef ekki hringjum við á lögregluna og finnum ástæðuna," segir Bára og skellir upp úr. Í Dansrækt JSB eru í boði fjölbreytt námskeið og opnir tímar frá morgni til kvölds. „Nú eru tímar í heitum sölum vinsælir og í boði heitt pilates, heit miðja, og heitar teygjur og slökun. Þá njóta mikilla vinsælda námskeið fyrir konur 60 ára og eldri," segir Bára og bætir við að á meðal þeirra kvenna hafi myndast einkar góður andi og mörg vinabönd. Sjálf kennir Bára mótun, sem hún segir íslenska útgáfu af pilates, ætlað konum sem vilja leggja sérstaka rækt við fallegan kropp. „Þá er námskeiðið Stutt og strangt okkar svar við einkaþjálfun sem við tókum af dagskrá eftir hrun. Á því þjónustum við fimm konur í hópi á tveggja vikna námskeiði, fimm sinnum í viku og kennum þeim að púla rétt í tækjasal," útskýrir Bára. -þlg Heilsa Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
"Stundum er sagt að feitlagið fólk sé glaða fólkið í samfélaginu, en það er sjaldnast raunin. Það er enginn hamingjusamur þegar aukafitan er orðin svo mikil að dagurinn verður beinlínis vondur; það er vont að reima á sig skóna, fötin passa ekki lengur, allt við líkamann er orðið út fyrir eðlilega ramma og löngunin til að hlaupa á Esju er víðs fjarri á sunnudagsmorgnum. Þá og í slíku ástandi er manneskjan einfaldlega ekki lengur hún sjálf," segir Bára Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Dansræktar JSB, spurð um lífsgæði þess að vera í hvaða holdum sem einstaklingurinn sjálfur kýs. Hún segir engum hollt að vera í yfirþyngd. „Það slítur líkamanum fyrr og fer mun verr með hann en þær aðgerðir sem þarf til að fá sjálfan sig til baka. Við þurfum alltaf að horfa á ofþyngd út frá heilbrigðissjónarmiði, því okkur er öllum jafn eiginlegt og áætlað að vera í réttu holdafari," útskýrir Bára og leggur til þá þumalputtareglu að draga metra frá hæð einstaklingsins. „Sé kona 170 sentimetra há er þægilegt fyrir hana að vera undir 70 kílóum. Kjörþyngd er hins vegar rangnefni og næsti bær við vandamál, því með henni er búið að reikna út hvað líkaminn þolir að verða horaður. Á hinn bóginn, ef vigtin sýnir meira en 70 kíló hjá 170 sentimetra hárri konu er sú sama komin í vond mál og ekki lengur í ástættanlegri þyngd heldur orðin of þung og þarf að grípa í taumana til að léttast." Bára stofnaði Jassballettskóla Báru í mars 1967 og ætlar að halda upp á 45 ára afmæli hans með hækkandi sól. "Vinsælasta námskeið JSB í áraraðir hefur verið lífsstílsnámskeiðið Frá toppi til táar, eða TT. Þar læra konur að láta lífsmunstrið passa við útlit sitt svo þær geti áfram farið út að borða og á kaffihús í súkkulaðiköku um leið og þær eru í toppformi og líta óaðfinnanlega út, en fyrst þarf að ná öllum aukakílóunum burt," útskýrir Bára sem hefur hjálpað hundruðum kvenna til að breyta um lífsstíl á TT-námskeiðunum. „Það ráða fáir við lífsstílsbreytingu án leiðsagnar eða hjálpar. Árangur á TT er mikill og varanlegur, en á einum vetri hafa konur náð að losa sig við allt að þrjátíu kíló. Vigtin fer strax niður á við fyrstu vikuna, en ef ekki hringjum við á lögregluna og finnum ástæðuna," segir Bára og skellir upp úr. Í Dansrækt JSB eru í boði fjölbreytt námskeið og opnir tímar frá morgni til kvölds. „Nú eru tímar í heitum sölum vinsælir og í boði heitt pilates, heit miðja, og heitar teygjur og slökun. Þá njóta mikilla vinsælda námskeið fyrir konur 60 ára og eldri," segir Bára og bætir við að á meðal þeirra kvenna hafi myndast einkar góður andi og mörg vinabönd. Sjálf kennir Bára mótun, sem hún segir íslenska útgáfu af pilates, ætlað konum sem vilja leggja sérstaka rækt við fallegan kropp. „Þá er námskeiðið Stutt og strangt okkar svar við einkaþjálfun sem við tókum af dagskrá eftir hrun. Á því þjónustum við fimm konur í hópi á tveggja vikna námskeiði, fimm sinnum í viku og kennum þeim að púla rétt í tækjasal," útskýrir Bára. -þlg
Heilsa Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira