Laus úr ruslflokknum Þorgils Jónsson skrifar 22. febrúar 2012 08:00 Bjartari tímar? Með uppfærslu matsfyrirtækisins Fitch er Ísland laust úr ruslflokki. Á meðan hafa matsfyrirtækin lækkað mat sitt á horfum ýmissa Evrópuríkja. Samsett mynd/Fréttablaðið Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Ekki nóg með það, heldur kemur þessi uppfærsla í skugga niðurfærslna á lánsmati eða framtíðarhorfum hjá fjölda Evrópulanda. Vissulega eru úrskurðir matsfyrirtækjanna þriggja, Fitch, Moody's og Standard & Poor's engin lokauppsaga yfir örlögum og lánakjörum ríkja, og þau hafa sannarlega fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir verk sín í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Almennt er álitið að þau komi frekar í kjölfar markaðanna. "Hið nýja AAA“Það sést einna best á því að niðurfærsla S&P á Bandaríkjunum og síðar Frakklandi úr toppflokkunum AAA niður í AA olli engum stórvægilegum breytingum við fjármögnun. Raunar hafa margir það á orði að „AA sé hið nýja AAA", þar sem nú séu tiltölulega fá ríki eftir í toppflokkum allra þriggja matsfyrirtækjanna. Þar eru nú Norðurlöndin fjögur, Bretland, Þýskaland, Holland, Lúxemborg, Sviss, Liechtenstein, Kanada, Ástralía og Singapúr. Raunar má bæta því við að Moody's breytti nýlega horfum Bretlands í neikvæðar, þannig að auknar líkur eru á því að landið verði fellt úr toppflokki á næstu misserum. Öldudalur ÍslandsUpp úr síðustu aldamótum og fram að því að útlitið tók að dökkna á árunum 2007 og 2008 var lánshæfi Íslands með ágætum. Hæst var matið hjá Moody's sem hafði Ísland í hæsta flokki allt frá 2002 fram að vordögum 2008. Eftir það fór, skiljanlega, að halla undan fæti og við árslok 2008, eftir hrun bankakerfisins höfðu öll þrjú fyrirtækin fært lánshæfi ríkissjóðs niður í neðsta þrep fjárfestingarflokks. Þar hefur Ísland haldist hjá S&P og Moody's, en Fitch færði Ísland niður í ruslflokk í janúar 2010 eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögum staðfestingar í fyrra skiptið. Í rökum Fitch með uppfærslunni á föstudaginn segir að árangur hafi náðst í að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Þá sé það mat fyrirtækisins að skuldir muni ekki fara upp fyrir 100% af landsframleiðslu, hagvöxtur sé orðinn jákvæður og ekki sé útlit fyrir að Ísland muni dragast inn í annað samdráttarskeið þrátt fyrir erfiðleika evrusvæðisins. Möguleikar Íslands á því að klífa hærra á lánshæfislistanum eru sagðir velta á skuldamálum einkageirans, afnámi gjaldeyrishafta og því að samskipti við erlenda lánardrottna komist í eðlilegt horf. Aðstæður hér á landi séu frekar í ætt við það sem gerist í ríkjum ofar á listanum. Ágætar horfurÞegar litið er fram á veginn er ekki að sjá annað en að Ísland ætti að vera vel statt með tilliti til matsfyrirtækjanna þriggja. Ríkisskuldabréfaútboð síðasta sumar gekk vel þar sem um 114 milljarða var aflað. Nú er hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka tæpir 600 milljarðar króna og því er fjármögnun ríkissjóðs trygg um fyrirsjáanlegan tíma. Tíðindin í uppfærslu Fitch eru því mun frekar táknræn og varpa ljósi á að Ísland sé á réttri leið eftir allt sem gengið hefur á síðustu ár. Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Ekki nóg með það, heldur kemur þessi uppfærsla í skugga niðurfærslna á lánsmati eða framtíðarhorfum hjá fjölda Evrópulanda. Vissulega eru úrskurðir matsfyrirtækjanna þriggja, Fitch, Moody's og Standard & Poor's engin lokauppsaga yfir örlögum og lánakjörum ríkja, og þau hafa sannarlega fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir verk sín í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Almennt er álitið að þau komi frekar í kjölfar markaðanna. "Hið nýja AAA“Það sést einna best á því að niðurfærsla S&P á Bandaríkjunum og síðar Frakklandi úr toppflokkunum AAA niður í AA olli engum stórvægilegum breytingum við fjármögnun. Raunar hafa margir það á orði að „AA sé hið nýja AAA", þar sem nú séu tiltölulega fá ríki eftir í toppflokkum allra þriggja matsfyrirtækjanna. Þar eru nú Norðurlöndin fjögur, Bretland, Þýskaland, Holland, Lúxemborg, Sviss, Liechtenstein, Kanada, Ástralía og Singapúr. Raunar má bæta því við að Moody's breytti nýlega horfum Bretlands í neikvæðar, þannig að auknar líkur eru á því að landið verði fellt úr toppflokki á næstu misserum. Öldudalur ÍslandsUpp úr síðustu aldamótum og fram að því að útlitið tók að dökkna á árunum 2007 og 2008 var lánshæfi Íslands með ágætum. Hæst var matið hjá Moody's sem hafði Ísland í hæsta flokki allt frá 2002 fram að vordögum 2008. Eftir það fór, skiljanlega, að halla undan fæti og við árslok 2008, eftir hrun bankakerfisins höfðu öll þrjú fyrirtækin fært lánshæfi ríkissjóðs niður í neðsta þrep fjárfestingarflokks. Þar hefur Ísland haldist hjá S&P og Moody's, en Fitch færði Ísland niður í ruslflokk í janúar 2010 eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögum staðfestingar í fyrra skiptið. Í rökum Fitch með uppfærslunni á föstudaginn segir að árangur hafi náðst í að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Þá sé það mat fyrirtækisins að skuldir muni ekki fara upp fyrir 100% af landsframleiðslu, hagvöxtur sé orðinn jákvæður og ekki sé útlit fyrir að Ísland muni dragast inn í annað samdráttarskeið þrátt fyrir erfiðleika evrusvæðisins. Möguleikar Íslands á því að klífa hærra á lánshæfislistanum eru sagðir velta á skuldamálum einkageirans, afnámi gjaldeyrishafta og því að samskipti við erlenda lánardrottna komist í eðlilegt horf. Aðstæður hér á landi séu frekar í ætt við það sem gerist í ríkjum ofar á listanum. Ágætar horfurÞegar litið er fram á veginn er ekki að sjá annað en að Ísland ætti að vera vel statt með tilliti til matsfyrirtækjanna þriggja. Ríkisskuldabréfaútboð síðasta sumar gekk vel þar sem um 114 milljarða var aflað. Nú er hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka tæpir 600 milljarðar króna og því er fjármögnun ríkissjóðs trygg um fyrirsjáanlegan tíma. Tíðindin í uppfærslu Fitch eru því mun frekar táknræn og varpa ljósi á að Ísland sé á réttri leið eftir allt sem gengið hefur á síðustu ár.
Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira