Smásölurisinn Hagar var fyrsta félagið sem skráði sig í Kauphöll Íslands eftir bankahrun. Sú skráning átti sér stað í desember síðastliðnum. Skráningargengið var 13,5 krónur á hlut, en áttföld eftirspurn var eftir hlutabréfunum. Þeir sem fjárfestu í bréfum í Högum hafa þegar ávaxtað fé sitt um rúman fimmtung því að gengi félagsins nú er rúmlega 17 krónur á hlut.
Hagar voru að fullu í eigu Arion banka en um 44% hlutur var seldur til hóps sem kenndi sig við Búvelli á lægra gengi áður en ráðist var í almennt hlutafjárútboð. Arion banki á enn, í gegnum dótturfélag sitt Eignabjarg, um 20% hlut í Högum. Bankinn þarf að selja hlut sinn í Högum fyrir 1. mars næstkomandi vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti þegar það samþykkti yfirtöku bankans á Högum.
Hagar voru fyrstir eftir bankahrun

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent


Hlutabréfaverð í Asíu hækkar
Viðskipti erlent



Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

