Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa fyrstu 11 mánuði ársins 2011 nam 143 milljörðum króna. Það er aukning um 18,3 milljarða króna, samanborið við sama tíma árið 2010, þegar aflaverðmætið nam 125 milljörðum króna. Aukningin nemur 14,7 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.
Botnfiskur er sem fyrr verðmætastur og nam virði hans 87,4 milljörðum króna. Þar af skilaði þorskurinn 42,3 milljörðum. Verðmæti þorsks jókst um 0,7% á milli ára, en verðmæti ýsunnar dróst saman um prósent, en hún skilaði 10,9 milljörðum. króna. Þá nam verðmæti karfaaflans 13,3 milljörðum, sem er 21,9% aukning og ufsa 8,3 milljörðum, sem er 6,2% meira en árið 2010.
Verðmæti flatfisksaflans jókst um 9,5% fyrstu 11 mánuði ársins og nam 9,4 milljörðum og verðmæti uppsjávarafla jókst um 59% á milli ára, en það nam 42,4 milljörðum.
Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu til vinnslu innanlands nam 60,5 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar var 57,4 milljarðar.- kóp
Fiskafli skilaði 143 milljörðum í þjóðarbúið

Mest lesið

Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla
Viðskipti innlent

Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar
Viðskipti innlent

Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn
Viðskipti innlent

Skarphéðinn til Sagafilm
Viðskipti innlent

Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi
Viðskipti innlent

„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“
Viðskipti innlent

Heiðrún Lind í stjórn Sýnar
Viðskipti innlent

64 sagt upp í þremur hópuppsögnum
Viðskipti innlent

Sjálfkjörið í stjórn Símans
Viðskipti innlent

Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif
Viðskipti erlent