Fleiri mál vofa yfir Kaupþingsmönnum - fréttaskýring 24. febrúar 2012 06:00 KB banki Hreiðar Már Sigurðsson Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Rannsókn allnokkurra mála sem tengjast Kaupþingi er enn í fullum gangi hjá embættinu, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, og gæti leitt til útgáfu ákæra. Ákæran í Al Thani-málinu er sú fyrsta sem tengist Kaupþingi. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bankans, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna 26 milljarða króna lánveitinga í september 2008. Keyptu þriðjung allra eigin bréfaEn það er bara eitt mál af mörgum. Af hinum ber fyrst að nefna grun um umfangsmikil kaup deildar eigin viðskipta Kaupþings í bankanum sjálfum, sem saksóknari rannsakar sem markaðsmisnotkun. Yfirstjórnendur bankans eru taldir hafa skipulagt kaupin til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Árin 2005 til 2008 keypti bankinn sjálfur 29 prósent af öllu útgefnu hlutafé í sjálfum sér. Taldir hafa bjargað eigin skinniSaksóknari hefur einnig lagt talsverða áherslu á rannsókn máls sem kennt hefur verið við eignarhaldsfélagið Lindsor Holdings Corporation á Tortóla. Það félag fékk 27,4 milljarða króna lán frá Kaupþingi 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, sem var notað til að kaupa skuldabréf sem voru að hrapa í verði af Kaupþingi í Lúxemborg, starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta skuldara Kaupþingssamstæðunnar. Inn í það mál fléttast þrettán milljarða króna millifærsla inn á reikning félagsins Marple Holdings S.A., sem var í eigu Skúla. Skjöl vegna þessara viðskipta eru talin hafa verið fölsuð eftir bankahrun. Lánuðu vildarkúnnum tugmilljarðaKaupþing lánaði jafnframt félögum í eigu áðurnefnds Skúla, Egils Ágústssonar, sem kenndur er við félagið Íslensk-ameríska, og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford, háar fjárhæðir til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er talið varða við lagaákvæði um bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun. Að síðustu eru til rannsóknar risavaxin lán, samtals að andvirði tæplega 82 milljarðar króna, til félaga að mestu í eigu þessara sömu þriggja manna, Skúla, Egils og Stanfords, til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing til að lækka skuldatryggingarálagið og mæta veðköllum frá Deutsche Bank. Þessu til viðbótar lágu enn fleiri mál í stærri kantinum tengd Kaupþingi til grundvallar húsleitum hjá Kaupþingi í Lúxemborg fyrir tæpu ári. Upplýsingar um þau hafa ekki enn orðið opinberar. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Rannsókn allnokkurra mála sem tengjast Kaupþingi er enn í fullum gangi hjá embættinu, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, og gæti leitt til útgáfu ákæra. Ákæran í Al Thani-málinu er sú fyrsta sem tengist Kaupþingi. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bankans, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna 26 milljarða króna lánveitinga í september 2008. Keyptu þriðjung allra eigin bréfaEn það er bara eitt mál af mörgum. Af hinum ber fyrst að nefna grun um umfangsmikil kaup deildar eigin viðskipta Kaupþings í bankanum sjálfum, sem saksóknari rannsakar sem markaðsmisnotkun. Yfirstjórnendur bankans eru taldir hafa skipulagt kaupin til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Árin 2005 til 2008 keypti bankinn sjálfur 29 prósent af öllu útgefnu hlutafé í sjálfum sér. Taldir hafa bjargað eigin skinniSaksóknari hefur einnig lagt talsverða áherslu á rannsókn máls sem kennt hefur verið við eignarhaldsfélagið Lindsor Holdings Corporation á Tortóla. Það félag fékk 27,4 milljarða króna lán frá Kaupþingi 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, sem var notað til að kaupa skuldabréf sem voru að hrapa í verði af Kaupþingi í Lúxemborg, starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta skuldara Kaupþingssamstæðunnar. Inn í það mál fléttast þrettán milljarða króna millifærsla inn á reikning félagsins Marple Holdings S.A., sem var í eigu Skúla. Skjöl vegna þessara viðskipta eru talin hafa verið fölsuð eftir bankahrun. Lánuðu vildarkúnnum tugmilljarðaKaupþing lánaði jafnframt félögum í eigu áðurnefnds Skúla, Egils Ágústssonar, sem kenndur er við félagið Íslensk-ameríska, og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford, háar fjárhæðir til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er talið varða við lagaákvæði um bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun. Að síðustu eru til rannsóknar risavaxin lán, samtals að andvirði tæplega 82 milljarðar króna, til félaga að mestu í eigu þessara sömu þriggja manna, Skúla, Egils og Stanfords, til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing til að lækka skuldatryggingarálagið og mæta veðköllum frá Deutsche Bank. Þessu til viðbótar lágu enn fleiri mál í stærri kantinum tengd Kaupþingi til grundvallar húsleitum hjá Kaupþingi í Lúxemborg fyrir tæpu ári. Upplýsingar um þau hafa ekki enn orðið opinberar. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira