Flytja inn 500 gáma af vörum 24. febrúar 2012 05:00 Halldór Óskar Sigurðsson Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins sótti húsið heim í gær sagði hann upplifunina helst minna á atriðið þar sem Stuðmenn sækja heim lítið félagsheimili úti á landi í bíómyndinni Með allt á hreinu. Húsið væri miklu stærra að innan en utan. „Það segja þetta margir," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Kassar eru oft þannig. Þegar maður er kominn inn þá sér maður hvað þetta er mikill geimur." Í svo stórt hús þarf líka töluvert magn af vörum. Halldór segir magnið raunar slíkt að samningurinn um flutning þess sé stærsti einstaki slíkur samningur sem Eimskip hefur hefur gert. „Í heildina erum við að tala um 500 fjörutíu feta gáma sem eru að koma hér með vörur í verslunina," segir Halldór, en vörurnar koma mestanpart frá aðallager fyrirtækisins í Danmörku. Annars segir Halldór góðan gang í undirbúningi opnunar. Búið er að skrifa undir ráðningarsamninga við rétt rúmlega 50 manns. „En í heildina ráðum við svona 80 til 90 manns. Svo styttist bara í opnun með rísandi sól." - óká Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stórhýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins sótti húsið heim í gær sagði hann upplifunina helst minna á atriðið þar sem Stuðmenn sækja heim lítið félagsheimili úti á landi í bíómyndinni Með allt á hreinu. Húsið væri miklu stærra að innan en utan. „Það segja þetta margir," segir Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Kassar eru oft þannig. Þegar maður er kominn inn þá sér maður hvað þetta er mikill geimur." Í svo stórt hús þarf líka töluvert magn af vörum. Halldór segir magnið raunar slíkt að samningurinn um flutning þess sé stærsti einstaki slíkur samningur sem Eimskip hefur hefur gert. „Í heildina erum við að tala um 500 fjörutíu feta gáma sem eru að koma hér með vörur í verslunina," segir Halldór, en vörurnar koma mestanpart frá aðallager fyrirtækisins í Danmörku. Annars segir Halldór góðan gang í undirbúningi opnunar. Búið er að skrifa undir ráðningarsamninga við rétt rúmlega 50 manns. „En í heildina ráðum við svona 80 til 90 manns. Svo styttist bara í opnun með rísandi sól." - óká
Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira