Uppsögn gæti þurft að bæta 25. febrúar 2012 11:30 Lára V. Júlíusdóttir Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars. „Það er orðið margstaðfest, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða, að það er ekki um nein ný gögn að ræða," sagði Skúli í samtali við Vísi.is í gær. Hann vísar þar til lögfræðiálita, sem unnin hafa verið til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra. Gunnar hefur nú frest fram á næstkomandi þriðjudag til að skila andmælum við fyrirhugaða uppsögn stjórnarinnar á ráðningarsamningi hans. Fyrri frestir runnu út á mánudag og fimmtudag í þessari viku. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segist velta fyrir sér af hverju ekki hafi verið valin „lögformlega réttari leið" við að segja Gunnari upp störfum. Eftir því sem ráða megi af opinberri umræðu um málið sé Gunnar opinber starfsmaður og með kjör eftir því sem gerist og gengur um ríkisstarfsmenn. Því gildi um hann lög um númer 70 frá 1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Alla jafna segir Lára að fólki í stöðu Gunnars sé ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu. „Fyrst er áminningarferli þar sem fólki er tilkynnt um að til standi að veita því áminningu," segir Lára, en viðkomandi er þá gefið færi á að andmæla þeirri fyrirætlan. Taki vinnuveitandinn ekki tillit til þess er svo venjan að það líði einhver tími þar sem viðkomandi fær tækifæri til að bæta ráð sitt. „Þetta er ferlið sem lögin gera ráð fyrir nema eitthvert stórfellt brot hafi verið framið. Þá er gert ráð fyrir að viðkomandi sé vikið frá tímabundið á meðan málið er rannsakað." Lára segist ekki fyllilega átta sig á lögfræðinni að baki uppsagnarferli forstjóra Fjármálaeftirlitsins, því henni virðist sem færð séu rök fyrir beinni uppsögn. „Hafi maðurinn ekki fengið áminningu eða framið stórfellt brot, þá sé ég ekki annað en hann eigi að minnsta kosti rétt á bótum ef þessi uppsögn fer fram," segir Lára og útilokar ekki að stjórn FME vilji fara slíka leið. „Annaðhvort þá bætur sem um semjast eða fást með dómi." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars. „Það er orðið margstaðfest, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða, að það er ekki um nein ný gögn að ræða," sagði Skúli í samtali við Vísi.is í gær. Hann vísar þar til lögfræðiálita, sem unnin hafa verið til að meta hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra. Gunnar hefur nú frest fram á næstkomandi þriðjudag til að skila andmælum við fyrirhugaða uppsögn stjórnarinnar á ráðningarsamningi hans. Fyrri frestir runnu út á mánudag og fimmtudag í þessari viku. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segist velta fyrir sér af hverju ekki hafi verið valin „lögformlega réttari leið" við að segja Gunnari upp störfum. Eftir því sem ráða megi af opinberri umræðu um málið sé Gunnar opinber starfsmaður og með kjör eftir því sem gerist og gengur um ríkisstarfsmenn. Því gildi um hann lög um númer 70 frá 1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Alla jafna segir Lára að fólki í stöðu Gunnars sé ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu. „Fyrst er áminningarferli þar sem fólki er tilkynnt um að til standi að veita því áminningu," segir Lára, en viðkomandi er þá gefið færi á að andmæla þeirri fyrirætlan. Taki vinnuveitandinn ekki tillit til þess er svo venjan að það líði einhver tími þar sem viðkomandi fær tækifæri til að bæta ráð sitt. „Þetta er ferlið sem lögin gera ráð fyrir nema eitthvert stórfellt brot hafi verið framið. Þá er gert ráð fyrir að viðkomandi sé vikið frá tímabundið á meðan málið er rannsakað." Lára segist ekki fyllilega átta sig á lögfræðinni að baki uppsagnarferli forstjóra Fjármálaeftirlitsins, því henni virðist sem færð séu rök fyrir beinni uppsögn. „Hafi maðurinn ekki fengið áminningu eða framið stórfellt brot, þá sé ég ekki annað en hann eigi að minnsta kosti rétt á bótum ef þessi uppsögn fer fram," segir Lára og útilokar ekki að stjórn FME vilji fara slíka leið. „Annaðhvort þá bætur sem um semjast eða fást með dómi." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira