Skart innblásið af þorskbeinum 13. mars 2012 14:30 Nýjasta lína Kríu er innblásin af þorskbeinum. Jóhanna Metúsalemsdóttir á heiðurinn að hönnuninni. Mynd/Anton Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur sent frá sér nýja skartgripalínu sem innblásin er af þorskbeinum. Jóhanna hannar undir nafninu Kría og var fyrsta skartgripalína hennar einmitt innblásin af beinum farfuglsins. Jóhanna segir tilviljun og hugmyndaauðgi góðrar vinkonu hafa ráðið því að þorskbein urðu fyrir valinu í þetta sinn. „Þetta var bara spurning um hvað ég mundi finna fyrst og svo fékk ég þessi fallegu þorskbein í pósti frá vinkonu minni og um leið og ég byrjaði að skoða þau nánar var ég viss um að ég gæti notað þau." Jóhanna tók afsteypur af beinunum og notaði þær við gerð skartsins. Hún viðurkennir að það hafi verið erfiðara að vinna með fiskbeinin en fuglabeinin vegna þess hversu þunn mörg þeirra eru. „Ég þurfti að vera mjög varkár og gat ekki tekið mót af öllum beinunum því sum brotnuðu í ferlinu." Skartið er unnið úr silfri, brassi og steinum og tók það Jóhönnu um þrjá mánuði að vinna línuna. Jóhanna er búsett í New York og segir marga Bandaríkjamenn reka upp stór augu þegar þeir komast að því hvaðan innblásturinn er fenginn.Mynd/Elísabet Davíðs„Mörgum finnst auðvitað skrítið að mér hafi dottið í hug að gera skart úr fiskbeinum, þeir sem vita að ég er íslensk skilja það kannski aðeins betur," segir hún að lokum. Línan verður kynnt í versluninni Aurum fimmtudaginn 22. mars klukkan 17 í boði Tanqueray. -sm Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður hefur sent frá sér nýja skartgripalínu sem innblásin er af þorskbeinum. Jóhanna hannar undir nafninu Kría og var fyrsta skartgripalína hennar einmitt innblásin af beinum farfuglsins. Jóhanna segir tilviljun og hugmyndaauðgi góðrar vinkonu hafa ráðið því að þorskbein urðu fyrir valinu í þetta sinn. „Þetta var bara spurning um hvað ég mundi finna fyrst og svo fékk ég þessi fallegu þorskbein í pósti frá vinkonu minni og um leið og ég byrjaði að skoða þau nánar var ég viss um að ég gæti notað þau." Jóhanna tók afsteypur af beinunum og notaði þær við gerð skartsins. Hún viðurkennir að það hafi verið erfiðara að vinna með fiskbeinin en fuglabeinin vegna þess hversu þunn mörg þeirra eru. „Ég þurfti að vera mjög varkár og gat ekki tekið mót af öllum beinunum því sum brotnuðu í ferlinu." Skartið er unnið úr silfri, brassi og steinum og tók það Jóhönnu um þrjá mánuði að vinna línuna. Jóhanna er búsett í New York og segir marga Bandaríkjamenn reka upp stór augu þegar þeir komast að því hvaðan innblásturinn er fenginn.Mynd/Elísabet Davíðs„Mörgum finnst auðvitað skrítið að mér hafi dottið í hug að gera skart úr fiskbeinum, þeir sem vita að ég er íslensk skilja það kannski aðeins betur," segir hún að lokum. Línan verður kynnt í versluninni Aurum fimmtudaginn 22. mars klukkan 17 í boði Tanqueray. -sm
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira