Hvers vegna er efast um tilvist leggangafullnægingar? Sigga Dögg skrifar 17. mars 2012 15:00 Spurning: Ég rak augun í pistil þinn „Feikuð fullnæging" frá 16. desember 2010 og kannaðist við kauða. Ég hef hitt hann oft, í mismunandi útgáfum, í mismunandi svefnherbergjum. En jú, það hefur aldrei feilað að nýr maður segir við mig: „Já en, allar sem ég hef verið með hingað til hafa ekki átt í neinum erfiðleikum með þetta." Og þá bölva ég kynsystrum mínum, fyrir að taka þátt í þessari blekkingu og ýta undir hana. Og ég hef reynt að segja þessum blessuðu mönnum að því miður sýni rannsóknir að margar af þessum stelpum hafi logið að þeim, og feikað það, því meirihluti kvenna fær það ekki bara hviss, búmm, bang. Ég á þó einhverjar vinkonur sem eiga agalega auðvelt með þetta og án allrar „aðstoðar" (fingra, tækja o.þ.h.) og hef svo sem engar ástæður til að rengja þær. Ég hef að sjálfsögðu gúglað efnið í spað og dottið niður á einhver hlutföll um hitt og þetta, en maður veit aldrei hvað er vísindalega sannað. Þess vegna langaði mig að spyrja þig í framhaldi af þessum pistli frá því í desember 2010, hverjar eru niðurstöðurnar sem liggja að baki þessu: „Sannleikurinn er að meirihluti kvenna getur ekki fengið fullnægingu í beinum samförum heldur þarf aðra örvun. Margir kynfræðingar efast um tilvist fyrirbærisins leggangafullnægingar og telja að snípurinn sé eini staðurinn sem geti framkallað fullnægingu." Hversu stór er þessi meirihluti? Hvers vegna efast margir um tilvist leggangafullnægingar?Lesandi veltir fyrir sér hvers vegna margir efist um tilvist leggangafullnægingar.nordicphotos/GettySvar: Rannsóknir eru oft aðferðafræðilega ólíkar og það getur verið erfitt að bera saman tölur en þær rannsóknir sem ég vitna í segja hlutfallið vera á bilinu 75% til 85% kvenna sem geta ekki fengið fullnægingu nema með örvun sníps. Þekking okkar á snípnum er takmörkuð en vitað er að hann teygir anga sína inn í leggöng og niður eftir börmum og því er örvunarsvæði hans ekki bundið við hin sýnilega hnapp þó þar virðist flesta taugaenda að finna. Til að setja það í samhengi við karlmenn þá er snípur fósturfræðilega skyldur kónginum á typpi. Sumar stellingar í samförum geta örvað snípinn og það leitt til fullnægingar. Fullnæging í leggöngum gæti því verið óbein örvun á sníp þó þetta hafi ekki verið rannsakað í þaula. Einstaklingar eru ólíkir og eru til konur sem geta hugsað sér til líkamlegrar fullnægingar en fyrir bróðurpart kvenna þá þarf beina örvun sníps og það þarf ekki að skammast sín fyrir það. Snípurinn var hannaður sérstaklega fyrir örvun og ánægju og því er gott að leyfa honum að uppfylla tilætlað hlutverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Spurning: Ég rak augun í pistil þinn „Feikuð fullnæging" frá 16. desember 2010 og kannaðist við kauða. Ég hef hitt hann oft, í mismunandi útgáfum, í mismunandi svefnherbergjum. En jú, það hefur aldrei feilað að nýr maður segir við mig: „Já en, allar sem ég hef verið með hingað til hafa ekki átt í neinum erfiðleikum með þetta." Og þá bölva ég kynsystrum mínum, fyrir að taka þátt í þessari blekkingu og ýta undir hana. Og ég hef reynt að segja þessum blessuðu mönnum að því miður sýni rannsóknir að margar af þessum stelpum hafi logið að þeim, og feikað það, því meirihluti kvenna fær það ekki bara hviss, búmm, bang. Ég á þó einhverjar vinkonur sem eiga agalega auðvelt með þetta og án allrar „aðstoðar" (fingra, tækja o.þ.h.) og hef svo sem engar ástæður til að rengja þær. Ég hef að sjálfsögðu gúglað efnið í spað og dottið niður á einhver hlutföll um hitt og þetta, en maður veit aldrei hvað er vísindalega sannað. Þess vegna langaði mig að spyrja þig í framhaldi af þessum pistli frá því í desember 2010, hverjar eru niðurstöðurnar sem liggja að baki þessu: „Sannleikurinn er að meirihluti kvenna getur ekki fengið fullnægingu í beinum samförum heldur þarf aðra örvun. Margir kynfræðingar efast um tilvist fyrirbærisins leggangafullnægingar og telja að snípurinn sé eini staðurinn sem geti framkallað fullnægingu." Hversu stór er þessi meirihluti? Hvers vegna efast margir um tilvist leggangafullnægingar?Lesandi veltir fyrir sér hvers vegna margir efist um tilvist leggangafullnægingar.nordicphotos/GettySvar: Rannsóknir eru oft aðferðafræðilega ólíkar og það getur verið erfitt að bera saman tölur en þær rannsóknir sem ég vitna í segja hlutfallið vera á bilinu 75% til 85% kvenna sem geta ekki fengið fullnægingu nema með örvun sníps. Þekking okkar á snípnum er takmörkuð en vitað er að hann teygir anga sína inn í leggöng og niður eftir börmum og því er örvunarsvæði hans ekki bundið við hin sýnilega hnapp þó þar virðist flesta taugaenda að finna. Til að setja það í samhengi við karlmenn þá er snípur fósturfræðilega skyldur kónginum á typpi. Sumar stellingar í samförum geta örvað snípinn og það leitt til fullnægingar. Fullnæging í leggöngum gæti því verið óbein örvun á sníp þó þetta hafi ekki verið rannsakað í þaula. Einstaklingar eru ólíkir og eru til konur sem geta hugsað sér til líkamlegrar fullnægingar en fyrir bróðurpart kvenna þá þarf beina örvun sníps og það þarf ekki að skammast sín fyrir það. Snípurinn var hannaður sérstaklega fyrir örvun og ánægju og því er gott að leyfa honum að uppfylla tilætlað hlutverk.