Einelti hefur dregist saman um þriðjung á fimm árum 22. mars 2012 06:00 Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá Fréttir Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá
Fréttir Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira