Leikarinn Johnny Depp tekur lagið með vini sínum, tónlistarmanninum Marilyn Manson, á væntanlegri plötu þess síðarnefnda. Vinirnir syngja saman slagarann You're So Vain sem Carly Simon gerði frægan árið 1972.
Depp og Manson hafa verið góðir vinir í rúman áratug og hafa áður sungið saman dúett, þá fyrir kvikmyndina From Hell sem Depp lék í.
Hægt verður að hlýða á dúettinn á væntanlegri plötu Mansons, Born Villain, sem kemur út 1. maí næstkomandi.
Syngja saman
