Poppdrottning snýr aftur 22. mars 2012 11:00 Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is Golden Globes Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira