Vonandi fyrst til að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2012 07:45 Margrét og þjálfarinn. Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér ásamt Bernd Schröder, þjálfara Potsdam, sem hún segir að hafi trú á sér. Mynd/NordicPhotos/Bongarts Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Það lítur allt miklu betur út hjá landsliðskonunni Margréti Láru Viðarsdóttur eftir erfiðar vikur upp á síðkastið þar sem meiðsli hennar tóku sig upp aftur. Þjálfarinn missti sig í fjölmiðlum og Margét missti bæði af landsleikjum og leikjum Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin í gær þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Turbine Potsdam vann samanlagt 5-0. Gott að komast inn á völlinn„Þetta er bara frábært að við erum komnar áfram. Við spiluðum mjög vel í báðum þessum leikjum og í raun átti þetta rússneska lið aldrei möguleika. Nú bíða Evrópumeistarar Lyon í undanúrslitunum," segir Margrét Lára sem var ánægð með leikinn. „Mér gekk bara vel. Ég var að finna mig vel og fékk einhverjar tuttugu mínútur. Það var gott að komast inn á völlinn aftur því ég er búin að vera svolítið frá. Það er alltaf erfitt að koma inn á og fá smá spilatíma. Vonandi get ég haldið áfram að standa mig og meiðslin verði til friðs," segir Margrét Lára. „Þetta er svolítið undir meiðslunum komið. Þetta lítur betur út. Ég er búin að vera í hópnum í síðustu tveimur leikjum og þetta er allt að koma. Ef við náum að stjórna álaginu á mér þá er þetta hægt og mér eru þá allir vegir færir," segir Margrét Lára. Karlinn hefur trú á mérBernd Schröder, þjálfari hennar hjá þýska liðinu, var mjög óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum eftir að hún meiddist og hélt því fram að það virtist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi. „Ég hef ekkert um það mál að segja. Ég er bara hérna til að æfa og spila og ætla bara að halda áfram að einbeita mér að því," segir Margrét Lára en er Schröder nokkuð leiðinlegur við hana? „Hann er fínn karlinn. Það eru gerðar kröfur hér en ég veit að hann hefur mikla trú á mér og ég fer með það með mér í hvern leik og á hverja æfingu. Svo vonum við bara að meiðslin séu til friðs og ég geti farið að spila fleiri mínútur með hverjum leik. Það eru öðruvísi áherslur hér en maður er vanur en ég held að það sé bjart fram undan. Við erum að berjast um titla á öllum vígstöðvum og þetta er bara gaman," segir Margrét Lára. „Ég var á rosalega góðu róli í undirbúningsleikjunum og það gekk rosalega vel. Ég held að ég hafi verið markahæsti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu. Maður missir samt alltaf spilaform og annað þegar maður spilar ekki í tvær til þrjár vikur. Það er eitthvað sem ég get vonandi unnið í næstu daga og vikur. Ef þeir eru tilbúnir að stjórna álaginu á mér þá hef ég engar áhyggjur," segir Margrét. Þurfa að æfa eins og meistarar„Það er mikið eftir og eins og þjálfarinn segir þá þurfum við að æfa eins og meistarar á hverjum degi og vinna fyrir þessu," segir Margrét Lára en hún varð í gær fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem kemst svona langt. „Ég er stolt af því og vonandi get ég líka orðið fyrst til að vinna Meistaradeildina," segir Margrét Lára. Turbine Potsdam mætir næst Essen í þýsku deildinni. „Það er búið að vera mikið álag á mannskapnum og það er spurning hvort það fái ekki einhver ný andlit að spreyta sig á sunnudaginn. Það væri gaman," segir Margrét Lára að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Það lítur allt miklu betur út hjá landsliðskonunni Margréti Láru Viðarsdóttur eftir erfiðar vikur upp á síðkastið þar sem meiðsli hennar tóku sig upp aftur. Þjálfarinn missti sig í fjölmiðlum og Margét missti bæði af landsleikjum og leikjum Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin í gær þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Turbine Potsdam vann samanlagt 5-0. Gott að komast inn á völlinn„Þetta er bara frábært að við erum komnar áfram. Við spiluðum mjög vel í báðum þessum leikjum og í raun átti þetta rússneska lið aldrei möguleika. Nú bíða Evrópumeistarar Lyon í undanúrslitunum," segir Margrét Lára sem var ánægð með leikinn. „Mér gekk bara vel. Ég var að finna mig vel og fékk einhverjar tuttugu mínútur. Það var gott að komast inn á völlinn aftur því ég er búin að vera svolítið frá. Það er alltaf erfitt að koma inn á og fá smá spilatíma. Vonandi get ég haldið áfram að standa mig og meiðslin verði til friðs," segir Margrét Lára. „Þetta er svolítið undir meiðslunum komið. Þetta lítur betur út. Ég er búin að vera í hópnum í síðustu tveimur leikjum og þetta er allt að koma. Ef við náum að stjórna álaginu á mér þá er þetta hægt og mér eru þá allir vegir færir," segir Margrét Lára. Karlinn hefur trú á mérBernd Schröder, þjálfari hennar hjá þýska liðinu, var mjög óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum eftir að hún meiddist og hélt því fram að það virtist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi. „Ég hef ekkert um það mál að segja. Ég er bara hérna til að æfa og spila og ætla bara að halda áfram að einbeita mér að því," segir Margrét Lára en er Schröder nokkuð leiðinlegur við hana? „Hann er fínn karlinn. Það eru gerðar kröfur hér en ég veit að hann hefur mikla trú á mér og ég fer með það með mér í hvern leik og á hverja æfingu. Svo vonum við bara að meiðslin séu til friðs og ég geti farið að spila fleiri mínútur með hverjum leik. Það eru öðruvísi áherslur hér en maður er vanur en ég held að það sé bjart fram undan. Við erum að berjast um titla á öllum vígstöðvum og þetta er bara gaman," segir Margrét Lára. „Ég var á rosalega góðu róli í undirbúningsleikjunum og það gekk rosalega vel. Ég held að ég hafi verið markahæsti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu. Maður missir samt alltaf spilaform og annað þegar maður spilar ekki í tvær til þrjár vikur. Það er eitthvað sem ég get vonandi unnið í næstu daga og vikur. Ef þeir eru tilbúnir að stjórna álaginu á mér þá hef ég engar áhyggjur," segir Margrét. Þurfa að æfa eins og meistarar„Það er mikið eftir og eins og þjálfarinn segir þá þurfum við að æfa eins og meistarar á hverjum degi og vinna fyrir þessu," segir Margrét Lára en hún varð í gær fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem kemst svona langt. „Ég er stolt af því og vonandi get ég líka orðið fyrst til að vinna Meistaradeildina," segir Margrét Lára. Turbine Potsdam mætir næst Essen í þýsku deildinni. „Það er búið að vera mikið álag á mannskapnum og það er spurning hvort það fái ekki einhver ný andlit að spreyta sig á sunnudaginn. Það væri gaman," segir Margrét Lára að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira