Útlendingar hafa áhuga á að kaupa TM 30. mars 2012 07:30 Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj Fréttir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Erlendir fagaðilar í tryggingarekstri hafa sýnt áhuga á að kaupa Tryggingamiðstöðina (TM), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Formlegt söluferli félagsins hófst í gær og er talið að verðmiðinn sé á bilinu 13-15 milljarðar króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annast söluna auk þess sem bankinn hefur sölutryggt ferlið. Ekki fæst uppgefið hversu há sölutryggingin er. TM er sem stendur í eigu Stoða, sem áður hétu FL Group. Félagið er langstærsta innlenda eign Stoða. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir félagið þegar hafa fundið fyrir miklum áhuga. „Við höfum fundið fyrir því að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt þessu áhuga. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til 4. maí. Í kjölfarið verður vonandi hægt að fara með hóp tilboðsgjafa í annan fasa sem gæti leitt til þess að einhverjir leggi fram skuldbindandi tilboð. Við höfum sagt að stefna okkar sé að selja félagið á næstu þremur til sex mánuðum." TM kynnti afkomu sína í síðustu viku. Þar kom fram að tekjur félagsins jukust um 2,2 milljarða króna á árinu 2011 og hagnaður þess var samtals 3,4 milljarðar króna. Þar af voru 2,4 milljarðar króna vegna hækkunar á virði eigna sem TM hefur fjárfest í. Alls nema eignir félagsins 29,3 milljörðum króna og þar af er 17,1 milljarður króna bundinn í verðbréfum. TM á meðal annars 5,4% hlut í HB Granda, 5,4% hlut í MP banka, tæplega 10% hlut í Samherja og um 2,7% beinan eignarhlut í Högum í gegnum félagið Hagamel. Upphafleg fjárfesting TM í Högum var gerð á genginu 10 krónur á hlut. Gengi Haga var yfir 18 krónum í lok dags í gær og því hefur sú fjárfesting tæplega tvöfaldast. Tryggingarekstur TM gengur einnig vel en samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, var 92,5% í fyrra. Það er einungis í annað sinn sem hlutfallið er undir 100% hjá félaginu en það var 95,2% í árslok 2010. Eigið fé TM var 12,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 41,8%. Samkvæmt sérfræðingum sem Fréttablaðið hefur rætt við er talið líklegt að Stoðir muni fá að minnsta kosti 1,1-1,2 krónur á hverja krónu af eiginfé TM. Heimildir Fréttablaðsins herma að sölutrygging Landsbankans sé upp á upphæð á því bili. Gangi það eftir munu Stoðir fá 13,4-14,6 milljarða króna hið minnsta fyrir TM. - þsj
Fréttir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira