Vel útfært og kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 12. apríl 2012 14:00 Tónlist. Muck. Slaves. Rokkhljómsveitin Muck hefur vakið athygli undanfarið fyrir flotta frammistöðu á tónleikum, nú síðast á Aldrei fór ég suður á laugardagskvöldið, en þeir tónleikar voru í beinni útsendingu um víða veröld á vefnum inspiredbyiceland.com. Muck er skipuð bassaleikaranum Lofti Einarssyni, trommuleikaranum Ása Þórðarsyni og gítarleikurunum Indriða Arnari Ingólfssyni og Karli Torsten Ställborn, en þeir syngja jafnframt báðir. Sveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út EP-plötu árið 2009, en Slaves er fyrsta platan hennar í fullri lengd. Muck spilar harðkjarnarokk, vel útfært og kraftmikið. Ryþmaparið er mjög þétt, gítarleikararnir eiga góð tilþrif og kallast á bæði í spilamennskunni og söngnum. Í grunninn er þetta frekar hefðbundið harðkjarnarokk, en þeir félagar lita það með skemmtilegum smáatriðum í útsetningum og svo er platan römmuð inn með skrítnari hlutum í upphafslaginu Now (eins konar forspil), í laginu Muck (millispil) og lokalaginu Then (eftirspil). Það hefur greinilega verið mikið lagt í vinnslu plötunnar, umslagið er t.d. mjög flott. Á heildina litið er þetta pottþétt rokkplata, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur. Niðurstaða: Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Muck. Slaves. Rokkhljómsveitin Muck hefur vakið athygli undanfarið fyrir flotta frammistöðu á tónleikum, nú síðast á Aldrei fór ég suður á laugardagskvöldið, en þeir tónleikar voru í beinni útsendingu um víða veröld á vefnum inspiredbyiceland.com. Muck er skipuð bassaleikaranum Lofti Einarssyni, trommuleikaranum Ása Þórðarsyni og gítarleikurunum Indriða Arnari Ingólfssyni og Karli Torsten Ställborn, en þeir syngja jafnframt báðir. Sveitin var stofnuð árið 2007 og gaf út EP-plötu árið 2009, en Slaves er fyrsta platan hennar í fullri lengd. Muck spilar harðkjarnarokk, vel útfært og kraftmikið. Ryþmaparið er mjög þétt, gítarleikararnir eiga góð tilþrif og kallast á bæði í spilamennskunni og söngnum. Í grunninn er þetta frekar hefðbundið harðkjarnarokk, en þeir félagar lita það með skemmtilegum smáatriðum í útsetningum og svo er platan römmuð inn með skrítnari hlutum í upphafslaginu Now (eins konar forspil), í laginu Muck (millispil) og lokalaginu Then (eftirspil). Það hefur greinilega verið mikið lagt í vinnslu plötunnar, umslagið er t.d. mjög flott. Á heildina litið er þetta pottþétt rokkplata, lagasmíðarnar eru fínar, flutningur þéttur, útsetningarnar útpældar og hljómurinn flottur. Niðurstaða: Muck stimplar sig inn með pottþéttri rokkplötu.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira