Verslun fyrir nútímakonur 13. apríl 2012 12:30 "Í I AM er auðvelt að fá innblástur,“ segir Laufey Stefánsdóttir eigandi I AM í Kringlunni. mynd/stefán „Þetta er fyrsta I AM verslunin á Íslandi en I AM starfrækir 150 verslanir um allan heim," segir Laufey Stefánsdóttir, eigandi nýrrar og glæsilegrar verslunar sem opnuð var með pompi og prakt í Kringlunni gær. I AM býður skartgripi og fylgihluti sem Laufey segir hafa vantað inn í íslenska verslunarflóru. „I AM er fremsta merkið á markaðnum í dag og fullnægir öllum þörfum í tískuskarti. Við erum með rétta liti á réttum tíma en hönnuðir I AM-keðjunnar fylgja nýjustu tískustraumum í öllu sem þeir gera og sækja tískuvikur um allan heim áður en þeir hanna sínar vörur. I AM er sérhönnuð verslun fyrir nútímakonur sem fylgjast vel með straumum og stefnum, elska að versla og vilja hafa heildarútlitið í lagi," segir Laufey. Nýjar vörur berast vikulega í verslunina og nýtt þema aðra hverja viku. Viðskiptavinir geta því auðveldlega fundið það rétta fyrir ólíkustu tækifæri en auk skartgripa I AM fæst úrval fylgihluta undir nafninu YSTRDY, svo sem töskur, veski, hattar og klútar, sólgleraugu og hárskraut. Þá koma árstíðabundnar vörur, bikiní og sandalar á sumrin og húfur, hanskar og treflar á veturna. „Í I AM er auðvelt að fá innblástur. Breytt vöruúrval og stöðugar nýjungar gera hverri konu auðvelt að endurnýja útlitið reglulega en við fáum vörur í hverri einustu viku, allt árið um kring. Ekki skemmir síðan fyrir að mjög takmarkað magn kemur af hverri hönnun og allt á mjög sanngjörnu verði. Við fáum alltaf rétta „trendið" tímanlega enda finnast verslanir I AM í öllum helstu stórborgum heims eins og New York, Barcelona, Berlín og París, þar sem kröfur um hátísku eru miklar. Gæðakröfur I AM eru háar þó svo að verðið sé mjög sanngjarnt. Til dæmis er allt silfur ósvikið og nikkelfrítt," útskýrir Laufey. Verslunin er á fyrstu hæð Kringlunnar rétt hjá aðalinngangi. Heilsa Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
„Þetta er fyrsta I AM verslunin á Íslandi en I AM starfrækir 150 verslanir um allan heim," segir Laufey Stefánsdóttir, eigandi nýrrar og glæsilegrar verslunar sem opnuð var með pompi og prakt í Kringlunni gær. I AM býður skartgripi og fylgihluti sem Laufey segir hafa vantað inn í íslenska verslunarflóru. „I AM er fremsta merkið á markaðnum í dag og fullnægir öllum þörfum í tískuskarti. Við erum með rétta liti á réttum tíma en hönnuðir I AM-keðjunnar fylgja nýjustu tískustraumum í öllu sem þeir gera og sækja tískuvikur um allan heim áður en þeir hanna sínar vörur. I AM er sérhönnuð verslun fyrir nútímakonur sem fylgjast vel með straumum og stefnum, elska að versla og vilja hafa heildarútlitið í lagi," segir Laufey. Nýjar vörur berast vikulega í verslunina og nýtt þema aðra hverja viku. Viðskiptavinir geta því auðveldlega fundið það rétta fyrir ólíkustu tækifæri en auk skartgripa I AM fæst úrval fylgihluta undir nafninu YSTRDY, svo sem töskur, veski, hattar og klútar, sólgleraugu og hárskraut. Þá koma árstíðabundnar vörur, bikiní og sandalar á sumrin og húfur, hanskar og treflar á veturna. „Í I AM er auðvelt að fá innblástur. Breytt vöruúrval og stöðugar nýjungar gera hverri konu auðvelt að endurnýja útlitið reglulega en við fáum vörur í hverri einustu viku, allt árið um kring. Ekki skemmir síðan fyrir að mjög takmarkað magn kemur af hverri hönnun og allt á mjög sanngjörnu verði. Við fáum alltaf rétta „trendið" tímanlega enda finnast verslanir I AM í öllum helstu stórborgum heims eins og New York, Barcelona, Berlín og París, þar sem kröfur um hátísku eru miklar. Gæðakröfur I AM eru háar þó svo að verðið sé mjög sanngjarnt. Til dæmis er allt silfur ósvikið og nikkelfrítt," útskýrir Laufey. Verslunin er á fyrstu hæð Kringlunnar rétt hjá aðalinngangi.
Heilsa Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira