Ólafur Ragnar og Þóra með afgerandi forskot 13. apríl 2012 10:30 Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi mælast með svo gott sem sama stuðning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Alls segjast 46 prósent þeirra sem afstöðu taka til einhvers frambjóðanda styðja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu sem forseti. Um 46,5 prósent segjast myndu kjósa Þóru yrði gengið til kosninga nú. Munurinn á Ólafi og Þóru er innan skekkjumarka könnunarinnar.Aðrir sem lýst hafa yfir framboði njóta mun minni hylli meðal kjósenda. Alls segjast 2,9 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor. Um 1,5 prósent styðja Ástþór Magnússon athafnamann. Jón Lárusson lögreglumaður fengi samkvæmt könnuninni um 1,2 prósent atkvæða og Hannes Bjarnason úr Skagafirði fengi 0,4 prósenta fylgi. „Ég held að það hljóti að teljast mikil og góð tíðindi fyrir Þóru að mælast svona hátt, núna þegar hún hefur varla hafið kosningabaráttuna," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar„Þóra er mjög þekkt úr fjölmiðlum og greinilegt að mörgum finnst hún hafa komið vel fyrir. Hún á eftir að kynna sig fyrir kjósendum, og ætti þess vegna að eiga meira inni með sinni kosningabaráttu," segir Grétar. „Þessar niðurstöður hljóta að vera verulegt áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar," segir Grétar. Hann segir erfitt að reikna út hvernig Ólafur muni bregðast við stöðunni. „Ég er ekki viss um að hann bregðist við þessu með einum eða öðrum hætti. Hins vegar hljóta að renna á hann tvær grímur, ég er sannfærður um það, þegar staðan er svona svo löngu fyrir kosningar, og kosningabaráttan eiginlega ekki hafin. Þetta getur orðið til þess að hann taki meiri þátt í kosningabaráttunni en hann hafði kannski hugsað sér," segir Grétar. Um 1,5 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja annan frambjóðanda en þá sem þegar hafa lýst yfir framboði. Hafa ber í huga að enn eru sex vikur í að frestur til að tilkynna um framboð rennur út, og því gætu fleiri frambjóðendur bæst í hópinn. Þá hafa þeir sex sem tilkynnt hafa um framboð sitt enn um tvo og hálfan mánuð til viðbótar til að kynna sig og sín stefnumál þar til kosið verður 30. júní. Getur fælt aðra frá baráttunniGrétar segir þó þá sterku stöðu Þóru sem birtist í könnun Fréttablaðsins geta fælt aðra frá því að blanda sér í baráttuna. „Ég er ekki viss um að það sé kræsilegt fyrir aðra að hella sér í þennan slag." Tæplega fjórðungur þeirra 800 sem hringt var í, um 22,1 prósent, sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvern þeir ætluðu að kjósa. Hlutfallið er lægra en búast hefði mátt við nú þegar tveir og hálfur mánuður er til kosninga, segir Grétar. Hann bendir á að enn gætu fleiri boðið sig fram, og frambjóðendur séu ekki farnir að kynna sig almennilega fyrir kjósendum. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 29,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 30,2 prósent. Um 1,9 prósent styðja Herdísi, 1,0 prósent Ástþór, 0,7 prósent Jón og 0,2 prósent Hannes. Þá sagðist um 1 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33 Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa afgerandi forskot á aðra sem lýst hafa yfir framboði til forseta. Gæti þýtt að Ólafur Ragnar leggi í harðari baráttu en ella segir stjórnmálafræðingur. Hann telur Þóru eiga meira inni þegar hún hefur kosningabaráttuna fyrir alvöru. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi mælast með svo gott sem sama stuðning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Alls segjast 46 prósent þeirra sem afstöðu taka til einhvers frambjóðanda styðja Ólaf Ragnar til áframhaldandi setu sem forseti. Um 46,5 prósent segjast myndu kjósa Þóru yrði gengið til kosninga nú. Munurinn á Ólafi og Þóru er innan skekkjumarka könnunarinnar.Aðrir sem lýst hafa yfir framboði njóta mun minni hylli meðal kjósenda. Alls segjast 2,9 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor. Um 1,5 prósent styðja Ástþór Magnússon athafnamann. Jón Lárusson lögreglumaður fengi samkvæmt könnuninni um 1,2 prósent atkvæða og Hannes Bjarnason úr Skagafirði fengi 0,4 prósenta fylgi. „Ég held að það hljóti að teljast mikil og góð tíðindi fyrir Þóru að mælast svona hátt, núna þegar hún hefur varla hafið kosningabaráttuna," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar„Þóra er mjög þekkt úr fjölmiðlum og greinilegt að mörgum finnst hún hafa komið vel fyrir. Hún á eftir að kynna sig fyrir kjósendum, og ætti þess vegna að eiga meira inni með sinni kosningabaráttu," segir Grétar. „Þessar niðurstöður hljóta að vera verulegt áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar," segir Grétar. Hann segir erfitt að reikna út hvernig Ólafur muni bregðast við stöðunni. „Ég er ekki viss um að hann bregðist við þessu með einum eða öðrum hætti. Hins vegar hljóta að renna á hann tvær grímur, ég er sannfærður um það, þegar staðan er svona svo löngu fyrir kosningar, og kosningabaráttan eiginlega ekki hafin. Þetta getur orðið til þess að hann taki meiri þátt í kosningabaráttunni en hann hafði kannski hugsað sér," segir Grétar. Um 1,5 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja annan frambjóðanda en þá sem þegar hafa lýst yfir framboði. Hafa ber í huga að enn eru sex vikur í að frestur til að tilkynna um framboð rennur út, og því gætu fleiri frambjóðendur bæst í hópinn. Þá hafa þeir sex sem tilkynnt hafa um framboð sitt enn um tvo og hálfan mánuð til viðbótar til að kynna sig og sín stefnumál þar til kosið verður 30. júní. Getur fælt aðra frá baráttunniGrétar segir þó þá sterku stöðu Þóru sem birtist í könnun Fréttablaðsins geta fælt aðra frá því að blanda sér í baráttuna. „Ég er ekki viss um að það sé kræsilegt fyrir aðra að hella sér í þennan slag." Tæplega fjórðungur þeirra 800 sem hringt var í, um 22,1 prósent, sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvern þeir ætluðu að kjósa. Hlutfallið er lægra en búast hefði mátt við nú þegar tveir og hálfur mánuður er til kosninga, segir Grétar. Hann bendir á að enn gætu fleiri boðið sig fram, og frambjóðendur séu ekki farnir að kynna sig almennilega fyrir kjósendum. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 29,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 30,2 prósent. Um 1,9 prósent styðja Herdísi, 1,0 prósent Ástþór, 0,7 prósent Jón og 0,2 prósent Hannes. Þá sagðist um 1 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33 Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir: Auðmjúk og þakklát "Þetta kom vissulega á óvart því við erum rétt að fara af stað. Við erum auðmjúk og þakklát, það eru allavega tilfinningarnar sem við finnum á þessum morgni,“ segir Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður og forsetaframbjóðandi, en hún og Ólafur Ragnar Grímsson forseti njóta jafn mikils fylgis kjósenda, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi og í fyrrakvöld. 13. apríl 2012 12:33
Ólafur og Þóra hnífjöfn Ómarktækur munur er á stuðningi við Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Bæði mælast með stuðning um 46 prósenta. Aðrir sem lýst hafa yfir framboði komast varla á blað. 13. apríl 2012 06:15