Ljós, lykt og lautartúrar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. apríl 2012 06:00 Í fyrradag sat ég á gangstéttarkaffihúsi í Edinborg, sötraði morgunkaffið og pírði augun upp í sólina, alsæl. Það var 8 gráðu hiti og nístingsvindur en sólin skein og það eitt skipti máli. Skotarnir, sem þó kalla ekki allt ömmu sína hvað viðvíkur kulda, hristu höfuðið yfir þessari klikkuðu konu, vöfðu úlpunum þéttar að sér og keyrðu hökur niður í bringur. Gamall maður sem átti leið fram hjá kom til mín með áhyggjusvip og sagði: „Viltu ekki fara inn, vinan, það slær að þér. Vorið ætlar að láta bíða eftir sér í ár.“ Seinna sama dag tilkynnti flugstjórinn með stolti í aðflugi að Keflavíkurflugvelli að þar væri „yndislegt veður; 4 gráðu hiti og léttskýjað, enda sumarið alveg að koma“. Og ekki bar á öðru en að fólk væri almennt sammála honum. Á leið í gegnum borgina mátti hvarvetna sjá léttklætt fólk, skokkandi eða röltandi um í rólegheitum, skælbrosandi og hamingjusamt. Hitastigið var algjört aukaatriði. Sól þýðir sumar og sumar þýðir gleði. Um kvöldið stóðu heimilisfeður í hverfinu kappklæddir hver á sínum svölum og grilluðu. Grilllyktin fyllti vitin og það fór ekkert á milli mála að í hugum Íslendinga hafði sumarið haldið innreið sína hvað sem hitamælar og dagatöl sögðu. Í landi þar sem hitinn fer í mesta lagi yfir 20 gráður þrjár til fjórar vikur á ári er eðlilegt að fagna sól og birtu meira en rísandi kvikasilfursúlum í hitamælum. Og sjaldan hefur ljósið verið langþráðara en í ár. Alltof langur vetur með endalausu myrkri hefur lagst á þjóðarsálina með tilheyrandi svartsýni, vænisýki og almennu óyndi. Skítkastið og mannfyrirlitningin sem tröllríður almennri umræðu hefur náð nýjum hæðum og fólk virðist hafa lagt sig í líma við að finna dökku hliðarnar á sem flestu og bregðast við af eins mikilli heift og því framast er unnt. Skammdegismyrkrið hefur litað alla sýn á þjóðfélagsmálin alveg fram á síðasta dag vetrar. Vonandi breytist ástandið nú þegar sumarið er formlega skollið á. Vonandi slökkvum við á tölvunum, látum athugasemdakerfin eiga sig og flykkjumst út á Klambratún í kubb og frisbí eða tökum með okkur teppi og kaffibrúsa niður í Hljómskálagarð og látum birtuna seytla inn í hugann á meðan við sólbökum helfrosin nefin. Vonandi er sumarið komið í raun og veru, ekki bara á dagatalinu. Vonandi verður þetta í alvöru gleðilegt sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun
Í fyrradag sat ég á gangstéttarkaffihúsi í Edinborg, sötraði morgunkaffið og pírði augun upp í sólina, alsæl. Það var 8 gráðu hiti og nístingsvindur en sólin skein og það eitt skipti máli. Skotarnir, sem þó kalla ekki allt ömmu sína hvað viðvíkur kulda, hristu höfuðið yfir þessari klikkuðu konu, vöfðu úlpunum þéttar að sér og keyrðu hökur niður í bringur. Gamall maður sem átti leið fram hjá kom til mín með áhyggjusvip og sagði: „Viltu ekki fara inn, vinan, það slær að þér. Vorið ætlar að láta bíða eftir sér í ár.“ Seinna sama dag tilkynnti flugstjórinn með stolti í aðflugi að Keflavíkurflugvelli að þar væri „yndislegt veður; 4 gráðu hiti og léttskýjað, enda sumarið alveg að koma“. Og ekki bar á öðru en að fólk væri almennt sammála honum. Á leið í gegnum borgina mátti hvarvetna sjá léttklætt fólk, skokkandi eða röltandi um í rólegheitum, skælbrosandi og hamingjusamt. Hitastigið var algjört aukaatriði. Sól þýðir sumar og sumar þýðir gleði. Um kvöldið stóðu heimilisfeður í hverfinu kappklæddir hver á sínum svölum og grilluðu. Grilllyktin fyllti vitin og það fór ekkert á milli mála að í hugum Íslendinga hafði sumarið haldið innreið sína hvað sem hitamælar og dagatöl sögðu. Í landi þar sem hitinn fer í mesta lagi yfir 20 gráður þrjár til fjórar vikur á ári er eðlilegt að fagna sól og birtu meira en rísandi kvikasilfursúlum í hitamælum. Og sjaldan hefur ljósið verið langþráðara en í ár. Alltof langur vetur með endalausu myrkri hefur lagst á þjóðarsálina með tilheyrandi svartsýni, vænisýki og almennu óyndi. Skítkastið og mannfyrirlitningin sem tröllríður almennri umræðu hefur náð nýjum hæðum og fólk virðist hafa lagt sig í líma við að finna dökku hliðarnar á sem flestu og bregðast við af eins mikilli heift og því framast er unnt. Skammdegismyrkrið hefur litað alla sýn á þjóðfélagsmálin alveg fram á síðasta dag vetrar. Vonandi breytist ástandið nú þegar sumarið er formlega skollið á. Vonandi slökkvum við á tölvunum, látum athugasemdakerfin eiga sig og flykkjumst út á Klambratún í kubb og frisbí eða tökum með okkur teppi og kaffibrúsa niður í Hljómskálagarð og látum birtuna seytla inn í hugann á meðan við sólbökum helfrosin nefin. Vonandi er sumarið komið í raun og veru, ekki bara á dagatalinu. Vonandi verður þetta í alvöru gleðilegt sumar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun