Fjallað um Kríu í NY Times 23. apríl 2012 11:00 Jóhanna Methúsalemsdóttir hannar skart undir nafninu Kría. Times Magazine fjallaði um nýja línu hennar í vikunni. fréttablaðið/stefán Jóhanna Methúsalemsdóttir, skartgripahönnuður, sendi nýverið frá sér nýja línu sem unnin er úr þorskabeinum. NY Times Magazine fjallaði um línuna á síðum sínum í byrjun vikunnar. Blaðamaður Times, Sarah Scire, líkir skartinu frá Jóhönnu við slæðu af reyk og segir það fornaldarlegt í einfaldleika sínum. Jóhanna hefur verið búsett í New York frá því hún var táningur og þar rekur hún einnig vinnustofu sína. Í greininni kemur fram að Jóhanna treysti á hjálp vina og vandamanna á Íslandi við beinasöfnunina og segir hún þau dugleg við að senda sér ýmiss konar bein. „Vinnustofan mín er full af beinum og öðrum skringilegum hlutum, sem gerir mig mjög hamingjusama," var haft eftir Jóhönnu sem handgerir hvern hlut í línunni. Blaðamaðurinn fjallar einnig um svokallað „lookbook", sem eru eins konar kynningarmyndir fyrir línuna. Þar bregður dóttir Jóhönnu, Indía Salvör Menuez, sér í hlutverk fyrirsætu og gerir það vel. „Myndirnar eiga að minna á gamlar ljósmyndir af sjómönnum og indíánum og vera mjög náttúrulegar," sagði Jóhanna að lokum um myndirnar. -sm Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Jóhanna Methúsalemsdóttir, skartgripahönnuður, sendi nýverið frá sér nýja línu sem unnin er úr þorskabeinum. NY Times Magazine fjallaði um línuna á síðum sínum í byrjun vikunnar. Blaðamaður Times, Sarah Scire, líkir skartinu frá Jóhönnu við slæðu af reyk og segir það fornaldarlegt í einfaldleika sínum. Jóhanna hefur verið búsett í New York frá því hún var táningur og þar rekur hún einnig vinnustofu sína. Í greininni kemur fram að Jóhanna treysti á hjálp vina og vandamanna á Íslandi við beinasöfnunina og segir hún þau dugleg við að senda sér ýmiss konar bein. „Vinnustofan mín er full af beinum og öðrum skringilegum hlutum, sem gerir mig mjög hamingjusama," var haft eftir Jóhönnu sem handgerir hvern hlut í línunni. Blaðamaðurinn fjallar einnig um svokallað „lookbook", sem eru eins konar kynningarmyndir fyrir línuna. Þar bregður dóttir Jóhönnu, Indía Salvör Menuez, sér í hlutverk fyrirsætu og gerir það vel. „Myndirnar eiga að minna á gamlar ljósmyndir af sjómönnum og indíánum og vera mjög náttúrulegar," sagði Jóhanna að lokum um myndirnar. -sm
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira