Fréttaskýring: Skipti ekki á leið í endurskipulagningu Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. apríl 2012 08:00 Helstu eignir félagsins eru Síminn, Míla og Skjá Miðlar. Rekstrarbati varð í fyrra, meðal annars vegna mikilla hagræðingaraðgerða. Fréttablaðið/Stefán Lítill vilji er á meðal stærstu kröfuhafa og eigenda Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjá Miðlar, að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu félagsins á næstunni. Skipti er stærsta rekstrarfélag landsins í skuldavanda sem enn á eftir að endurskipuleggja eftir bankahrunið. Heimildir Markaðarins herma að endurskoðunarfyrirtækið KPMG hafi verið fengið til að vinna tillögur að fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta á síðasta ári. Þeim tillögum var skilað í fyrrahaust en ákveðið var að nýta þær ekki. Síðan þá hefur hefur ekki verið unnið að því að grynnka á vaxtaberandi skuldum félagsins, sem nema um 60 milljörðum króna. Þær eru allar á gjalddaga á árunum 2013 og 2014. Allar skuldir Skipta eru þó í skilum og félagið greiðir vexti af þeim. Eigendur stýra og bíðaEigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærstu eigendur þess félags eru Arion banki með 44,9% eignarhlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5% hlut í Klakka. Enginn áhugi er á meðal þeirra sem stýra félaginu að selja Skipti, enda stýra þeir félaginu þrátt fyrir að aðrir eigi veð í öllum eignum þess. Samkvæmt heimildum Markaðarins snýr vinna þeirra með félagið um að gera greiðslur og vaxtaafborganir viðráðanlegri. Engin áform eru þó uppi um að ráðast í stórtækar aðgerðir á næstunni. Sambankalán vegna einkavæðingarStærstur hluti skulda Skipta er vegna sambankaláns sem veitt var þegar Síminn, langstærsta eign Skipta, var einkavæddur árið 2005. Það er nú leitt af Arion banka en auk þess koma Íslandsbanki og erlendur bankar að því. Hópurinn á veð í öllum undirliggjandi eignum Skipta og er því tiltölulega öruggur með sína stöðu. Þess utan voru greiddir 17,2 milljarðar króna inn á lánið í apríl í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það gert vegna þess að ýmsir skilmálar lánsins höfðu verið brotnir og kröfuhafarnir hefðu getað gengið að veðum sínum ef ekki hefði samist um niðurstöðu. Við greiðsluna lækkaði sambankalánið niður í um 25 milljarða króna. Alls skuldar Skipti fjármálastofnunum um 40 milljarða króna. Lífeyrissjóðir eiga skuldabréfUm 20 milljarðar króna af vaxtaberandi skuldum Skipta eru vegna skuldabréfaflokks sem er að gjalddaga í apríl 2014. Skipti greiðir vexti af þeim. Stærstu eigendur þeirra skuldabréfa eru Lífeyrissjóður Verslunarmanna (LV), Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), Gildi lífeyrissjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn. Auk þess eiga smærri fagfjárfestar bréf. Hluti af þessum hóp, sem er aftar í kröfuhafaröðinni aðrir lánveitendur, hafa rætt það í sínum hópi að breyta hluta af kröfum sínum í hlutafé og létta þannig á skuldabyrði Skipta. Af því varð þó ekki og hópurinn hefur ekki með neinum beinum hætti komið að samræðum um fjárhagslega endurskipulagningu Skipta. Heimildir Markaðarins herma að hann hafi viljað ráða Arctica Finance til að koma að slíkri vinnu en að það hafi ekki hlotið hljómgrunn. Í úttekt á lífeyrissjóðunum, sem kynnt var fyrr á þessu ári, kom fram að kerfið allt hafði einungis afskrifað 908 milljónir króna vegna skuldabréfa í Skiptum í árslok 2010. Tap þeirra gæti þó aukist umtalsvert ef ráðist yrði í fjárhagslega endurskipulagningu og kröfum þeirra yrði breytt í hlutafé. Því er ákveðin hvati fyrir sjóðina að fresta henni. Rekstrarhagnaður jókst um milljarðEin helsta ástæða þess að ekki hefur verið ráðist í endurskipulagningu Skipta er sú að rekstur félagsins er á batavegi. Hagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði var um sex milljarðar króna í fyrra, sem er um 900 milljónum króna meira en árið áður. Þrátt fyrir það tapaði Skipti 10,9 milljörðum króna á árinu 2011. Tapið er aðallega tilkomið vegna hás fjármagnskostnaðar (fimm milljarðar króna) og afskrifta á afleiðusamningum (4,5 milljarðar króna). Þetta hefur gerst samhliða því að velta félagsins hefur dregist saman. Hún var 27,6 milljarðar króna í fyrra en 33,6 milljarðar króna á árinu 2010. Ástæða þess er meðal annars sú að markaðshlutdeild Símans hefur dregist mikið saman vegna harðnandi samkeppni og kvaða frá eftirlitstofnunum sem auðvelda áttu innkomu nýrra aðila á fjarskiptamarkað. Þau höft eru jafnt og þétt að afléttast. Skipti hafa líka sagt upp mikið af fólki og bara á síðasta ári fækkaði stöðugildum um 68. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Lítill vilji er á meðal stærstu kröfuhafa og eigenda Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjá Miðlar, að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu félagsins á næstunni. Skipti er stærsta rekstrarfélag landsins í skuldavanda sem enn á eftir að endurskipuleggja eftir bankahrunið. Heimildir Markaðarins herma að endurskoðunarfyrirtækið KPMG hafi verið fengið til að vinna tillögur að fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta á síðasta ári. Þeim tillögum var skilað í fyrrahaust en ákveðið var að nýta þær ekki. Síðan þá hefur hefur ekki verið unnið að því að grynnka á vaxtaberandi skuldum félagsins, sem nema um 60 milljörðum króna. Þær eru allar á gjalddaga á árunum 2013 og 2014. Allar skuldir Skipta eru þó í skilum og félagið greiðir vexti af þeim. Eigendur stýra og bíðaEigandi Skipta er Klakki ehf., sem áður hét Exista. Stærstu eigendur þess félags eru Arion banki með 44,9% eignarhlut. Þrír erlendir vogunarsjóðir eiga auk þess samtals 17,5% hlut í Klakka. Enginn áhugi er á meðal þeirra sem stýra félaginu að selja Skipti, enda stýra þeir félaginu þrátt fyrir að aðrir eigi veð í öllum eignum þess. Samkvæmt heimildum Markaðarins snýr vinna þeirra með félagið um að gera greiðslur og vaxtaafborganir viðráðanlegri. Engin áform eru þó uppi um að ráðast í stórtækar aðgerðir á næstunni. Sambankalán vegna einkavæðingarStærstur hluti skulda Skipta er vegna sambankaláns sem veitt var þegar Síminn, langstærsta eign Skipta, var einkavæddur árið 2005. Það er nú leitt af Arion banka en auk þess koma Íslandsbanki og erlendur bankar að því. Hópurinn á veð í öllum undirliggjandi eignum Skipta og er því tiltölulega öruggur með sína stöðu. Þess utan voru greiddir 17,2 milljarðar króna inn á lánið í apríl í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það gert vegna þess að ýmsir skilmálar lánsins höfðu verið brotnir og kröfuhafarnir hefðu getað gengið að veðum sínum ef ekki hefði samist um niðurstöðu. Við greiðsluna lækkaði sambankalánið niður í um 25 milljarða króna. Alls skuldar Skipti fjármálastofnunum um 40 milljarða króna. Lífeyrissjóðir eiga skuldabréfUm 20 milljarðar króna af vaxtaberandi skuldum Skipta eru vegna skuldabréfaflokks sem er að gjalddaga í apríl 2014. Skipti greiðir vexti af þeim. Stærstu eigendur þeirra skuldabréfa eru Lífeyrissjóður Verslunarmanna (LV), Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), Gildi lífeyrissjóður og Almenni lífeyrissjóðurinn. Auk þess eiga smærri fagfjárfestar bréf. Hluti af þessum hóp, sem er aftar í kröfuhafaröðinni aðrir lánveitendur, hafa rætt það í sínum hópi að breyta hluta af kröfum sínum í hlutafé og létta þannig á skuldabyrði Skipta. Af því varð þó ekki og hópurinn hefur ekki með neinum beinum hætti komið að samræðum um fjárhagslega endurskipulagningu Skipta. Heimildir Markaðarins herma að hann hafi viljað ráða Arctica Finance til að koma að slíkri vinnu en að það hafi ekki hlotið hljómgrunn. Í úttekt á lífeyrissjóðunum, sem kynnt var fyrr á þessu ári, kom fram að kerfið allt hafði einungis afskrifað 908 milljónir króna vegna skuldabréfa í Skiptum í árslok 2010. Tap þeirra gæti þó aukist umtalsvert ef ráðist yrði í fjárhagslega endurskipulagningu og kröfum þeirra yrði breytt í hlutafé. Því er ákveðin hvati fyrir sjóðina að fresta henni. Rekstrarhagnaður jókst um milljarðEin helsta ástæða þess að ekki hefur verið ráðist í endurskipulagningu Skipta er sú að rekstur félagsins er á batavegi. Hagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði var um sex milljarðar króna í fyrra, sem er um 900 milljónum króna meira en árið áður. Þrátt fyrir það tapaði Skipti 10,9 milljörðum króna á árinu 2011. Tapið er aðallega tilkomið vegna hás fjármagnskostnaðar (fimm milljarðar króna) og afskrifta á afleiðusamningum (4,5 milljarðar króna). Þetta hefur gerst samhliða því að velta félagsins hefur dregist saman. Hún var 27,6 milljarðar króna í fyrra en 33,6 milljarðar króna á árinu 2010. Ástæða þess er meðal annars sú að markaðshlutdeild Símans hefur dregist mikið saman vegna harðnandi samkeppni og kvaða frá eftirlitstofnunum sem auðvelda áttu innkomu nýrra aðila á fjarskiptamarkað. Þau höft eru jafnt og þétt að afléttast. Skipti hafa líka sagt upp mikið af fólki og bara á síðasta ári fækkaði stöðugildum um 68. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira