Þorri afskrifta vegna kvótakaupa Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. apríl 2012 07:00 Deilur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið telur að sjávarútvegsfyrirtæki muni halda eftir rúmum 70% af hagnaði sínum fyrir fjármagnsliði verði frumvarpið að lögum. Það myndi þýða 53,5 milljarða króna ef miðað er við hagnað þeirra í fyrra. Samt telja bankar að fjölmörg fyrirtæki myndu lenda í greiðsluvanda. FRÉTTABLAÐIÐ/egill Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins. Fréttir Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins.
Fréttir Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira