Myndar allt fyrir danska hönnuðinn Henrik Vibskov 29. apríl 2012 11:00 Ljósmyndarinn Hörður Ellert Ólafsson er kominn í vinnu hjá hönnuðinum Henrik Vibskov og var meðal annars meðhönnuður í bók um kappann sem kemur út í Þýskalandi í dag. „Þetta er mjög gaman og ég er umvafinn jákvæðu og listrænu fólki hérna," segir ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Hörður Ellert Ólafsson sem starfar sem eins konar hirðljósmyndari hjá danska hönnuðinum Henrik Vibskov. Hörður kynntist Vibskov fyrir tveimur árum er hönnuðurinn var með vinnubúðir á Lunga-hátíðinni á Seyðisfirði. Í kjölfarið héldu þeir sambandi en Hörður hóf svo störf hjá Vibskov í byrjun árs. „Hann hafði samband við mig í haust og sagði að sig vantaði mann eins og mig í vinnu. Ég byrjaði svo í janúar og hef verið að gera allt fyrir hann, bæði mynda auglýsingar og tískusýningar," segir Hörður sem býr í Árósum þar sem hann stundar nám í nýsköpunar- og verkstjórnun í Kaospilot-skólanum. „Þetta felur í sér mikið flakk og mikla vinnu, en ég er bara þessi týpíski Íslendingur sem á ekki erfitt með að vera með marga bolta í loftinu í einu." Danski fatahönnuðurinn Henrik Vibskov er frægur fyrir framúrstefnulega hönnun. Fatnaður hans fæst um allan heim og er hann þekktur fyrir að blanda saman list og tísku á skemmtilegan hátt. Enn sem komið er er Vibskov eini skandinavíski hönnuðurinn á dagskrá tískuvikunnar í París þar sem hann sýnir við góðar undirtektir. Auk þess að mynda tískusýningar Vibskov er Hörður meðhönnuður í bók um danska fatahönnuðinn sem kemur út í dag á vegum þýska útgáfurisans Gestalten. Bókin nefnist Henrik Vibskov og fjallar um seinustu 10 ár í hönnunarlífi Vibskov. Bókin er hátt í 300 blaðsíður og sett upp með óhefðbundnu sniði. „Henrik er þekktur fyrir að fara óhefðbundar leiðir í hönnun sinni og í stað þess að setja bókina upp eftir tímaröð þá er hún sett upp í litaröð. Ég er mjög ánægður með hana og á von á því að hún eigi eftir að fást á Íslandi," segir Hörður sem var á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Berlínar í lest þegar Fréttablaðið náði af honum tali en útgáfu bókarinnar verður fagnað þar í kvöld. „Það verður risagjörningur frá Henrik og heljarinnar partí, en við erum stór hópur frá Kaupmannahöfn á leiðinni þangað núna." Herði líkar lífið vel í Danaveldi og er ekkert á leiðinni heim. Auk þess að starfa fyrir Vibskov og vera í námi er Hörður einnig duglegur að þeyta skífum á ýmsum skemmtistöðum. „Það er allt annað að vera að vinna hér en heima. Danir eru heiðarlegir og ég hef til dæmis aldrei lent í vandræðum með að fá borgað en það er því miður ekki hægt að segja það sama um Ísland." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Þetta er mjög gaman og ég er umvafinn jákvæðu og listrænu fólki hérna," segir ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Hörður Ellert Ólafsson sem starfar sem eins konar hirðljósmyndari hjá danska hönnuðinum Henrik Vibskov. Hörður kynntist Vibskov fyrir tveimur árum er hönnuðurinn var með vinnubúðir á Lunga-hátíðinni á Seyðisfirði. Í kjölfarið héldu þeir sambandi en Hörður hóf svo störf hjá Vibskov í byrjun árs. „Hann hafði samband við mig í haust og sagði að sig vantaði mann eins og mig í vinnu. Ég byrjaði svo í janúar og hef verið að gera allt fyrir hann, bæði mynda auglýsingar og tískusýningar," segir Hörður sem býr í Árósum þar sem hann stundar nám í nýsköpunar- og verkstjórnun í Kaospilot-skólanum. „Þetta felur í sér mikið flakk og mikla vinnu, en ég er bara þessi týpíski Íslendingur sem á ekki erfitt með að vera með marga bolta í loftinu í einu." Danski fatahönnuðurinn Henrik Vibskov er frægur fyrir framúrstefnulega hönnun. Fatnaður hans fæst um allan heim og er hann þekktur fyrir að blanda saman list og tísku á skemmtilegan hátt. Enn sem komið er er Vibskov eini skandinavíski hönnuðurinn á dagskrá tískuvikunnar í París þar sem hann sýnir við góðar undirtektir. Auk þess að mynda tískusýningar Vibskov er Hörður meðhönnuður í bók um danska fatahönnuðinn sem kemur út í dag á vegum þýska útgáfurisans Gestalten. Bókin nefnist Henrik Vibskov og fjallar um seinustu 10 ár í hönnunarlífi Vibskov. Bókin er hátt í 300 blaðsíður og sett upp með óhefðbundnu sniði. „Henrik er þekktur fyrir að fara óhefðbundar leiðir í hönnun sinni og í stað þess að setja bókina upp eftir tímaröð þá er hún sett upp í litaröð. Ég er mjög ánægður með hana og á von á því að hún eigi eftir að fást á Íslandi," segir Hörður sem var á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Berlínar í lest þegar Fréttablaðið náði af honum tali en útgáfu bókarinnar verður fagnað þar í kvöld. „Það verður risagjörningur frá Henrik og heljarinnar partí, en við erum stór hópur frá Kaupmannahöfn á leiðinni þangað núna." Herði líkar lífið vel í Danaveldi og er ekkert á leiðinni heim. Auk þess að starfa fyrir Vibskov og vera í námi er Hörður einnig duglegur að þeyta skífum á ýmsum skemmtistöðum. „Það er allt annað að vera að vinna hér en heima. Danir eru heiðarlegir og ég hef til dæmis aldrei lent í vandræðum með að fá borgað en það er því miður ekki hægt að segja það sama um Ísland." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira