Fersk og óvænt plata Trausti Júlíusson skrifar 8. maí 2012 11:00 Tónlist. Ferless. Legend. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Hún hefur verið að spila eitthvað opinberlega, en Fearless er fyrsta platan. Þetta er kraftmikil elektrónísk rokktónlist sem minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta er heilsteypt og sterk plata. Fyrsta lagið, Amazon War, kemur manni strax í fílinginn. Mjög flott upphafslag sem stigmagnast glæsilega. Næsta lag, Benjamite Bloodline kemur svo eins og í beinu framhaldi. Tónlist Legend er ekkert lík fyrri hljómsveitum Krumma (Mínus, Esja) og hann syngur öðruvísi en áður. Það er greinilegt að röddin hans smellpassar við þessa tegund tónlistar. Þriðja lagið City, er svolítið léttara og dansvænna og svo koma lögin hvert af öðru, Sister (mjög Depeche Mode-legt, hægt að hlusta á það hér fyrir ofan), Violence, Runaway Train, Fearless, Sudden Stop, Devil In Me og lokalagið Lust sem minnir töluvert á þýsku eðalsveitina DAF. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata. Niðurstaða: Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Ferless. Legend. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Hún hefur verið að spila eitthvað opinberlega, en Fearless er fyrsta platan. Þetta er kraftmikil elektrónísk rokktónlist sem minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Það kom skemmtilega á óvart hvað þetta er heilsteypt og sterk plata. Fyrsta lagið, Amazon War, kemur manni strax í fílinginn. Mjög flott upphafslag sem stigmagnast glæsilega. Næsta lag, Benjamite Bloodline kemur svo eins og í beinu framhaldi. Tónlist Legend er ekkert lík fyrri hljómsveitum Krumma (Mínus, Esja) og hann syngur öðruvísi en áður. Það er greinilegt að röddin hans smellpassar við þessa tegund tónlistar. Þriðja lagið City, er svolítið léttara og dansvænna og svo koma lögin hvert af öðru, Sister (mjög Depeche Mode-legt, hægt að hlusta á það hér fyrir ofan), Violence, Runaway Train, Fearless, Sudden Stop, Devil In Me og lokalagið Lust sem minnir töluvert á þýsku eðalsveitina DAF. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata. Niðurstaða: Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira