Endurvinnslukóngurinn Trausti Júlíusson skrifar 10. maí 2012 14:30 Blunderbuss er fyrsta sólóplata Jacks White. Fram að þessu hefur hann gefið út efni með hljómsveitunum sínum White Stripes, The Raconteurs og Dead Weather ásamt því að stjórna upptökum og gefa út aðra listamenn hjá plötufyrirtækinu Third Man Records sem hann starfrækir í Nashville. White hefur allan ferilinn byggt sína tónlist á gömlum grunni. Tónlist White Stripes var til dæmis gamall blús, uppfærður og aðlagaður að nýjum tíma og nýjum hlustendahópi. Tónlistin á Blunderbuss er líka endurvinnsla, aðallega á tónlist áttunda áratugarins. Platan byrjar á stefi spiluðu á Fender Rhodes píanó og rafmagnsgítar, gæti verið tekið frá einhverri 70"s proggsveitinni. Næsta lag byrjar svo á gítarriffi í anda AC/DC og svo blandast inn í gítarrokkið þessi fíni Hammond-orgelhljómur. Og á sama hátt er hægt að finna skírskotun í tónlistarsöguna í flestum lögunum á plötunni. Níunda lagið, Trash Tongue Talker, er til dæmis eins og rokkuð útgáfa af Elton John… Þó að White sæki mikið í söguna, þá er þetta engin hermiplata; við erum langt frá sveitum eins og The Darkness svo dæmi sé nefnt. Jack White býr til nýtt úr gömlu og útkoman er fyrst og fremst hans. Blunderbuss hefur sterkan heildarsvip sem næst með söngnum, gítarleiknum og hljómnum á plötunni sem er mjög flottur. Blunderbuss er lítið meistaraverk; þrettán lög, hvert öðru betra. Ein af bestu plötum ársins hingað til. Niðurstaða: Jack White með eina af plötum ársins. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Blunderbuss er fyrsta sólóplata Jacks White. Fram að þessu hefur hann gefið út efni með hljómsveitunum sínum White Stripes, The Raconteurs og Dead Weather ásamt því að stjórna upptökum og gefa út aðra listamenn hjá plötufyrirtækinu Third Man Records sem hann starfrækir í Nashville. White hefur allan ferilinn byggt sína tónlist á gömlum grunni. Tónlist White Stripes var til dæmis gamall blús, uppfærður og aðlagaður að nýjum tíma og nýjum hlustendahópi. Tónlistin á Blunderbuss er líka endurvinnsla, aðallega á tónlist áttunda áratugarins. Platan byrjar á stefi spiluðu á Fender Rhodes píanó og rafmagnsgítar, gæti verið tekið frá einhverri 70"s proggsveitinni. Næsta lag byrjar svo á gítarriffi í anda AC/DC og svo blandast inn í gítarrokkið þessi fíni Hammond-orgelhljómur. Og á sama hátt er hægt að finna skírskotun í tónlistarsöguna í flestum lögunum á plötunni. Níunda lagið, Trash Tongue Talker, er til dæmis eins og rokkuð útgáfa af Elton John… Þó að White sæki mikið í söguna, þá er þetta engin hermiplata; við erum langt frá sveitum eins og The Darkness svo dæmi sé nefnt. Jack White býr til nýtt úr gömlu og útkoman er fyrst og fremst hans. Blunderbuss hefur sterkan heildarsvip sem næst með söngnum, gítarleiknum og hljómnum á plötunni sem er mjög flottur. Blunderbuss er lítið meistaraverk; þrettán lög, hvert öðru betra. Ein af bestu plötum ársins hingað til. Niðurstaða: Jack White með eina af plötum ársins.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira