Mikill áhugi á Facebook 19. maí 2012 13:00 New York í gær Alls skiptu 83,7 milljón hlutir í Facebook um hendur á fyrstu mínútu viðskipta með hluti í fyrirtækinu í gær.NordicPhotos/AFP Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira